Staðsetning tunnudælu?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Staðsetning tunnudælu?
Sælt veri fólkið, við feðgarnir erum að setja saman gamalt fiskabúr sem við keyptum notað fyrir einhverjum árum, og búið að liggja og bíða eftir "rétta tímanum" sem er semsagt kominn Við erum að spá, hvort tunnudælan okkar þarna á hillunni (sjá mynd) megi vera fyrir ofan búrið? eða verður hún að vera neðan?
Okkur vantar einnig einhverja skemmtilega lausn á lok/ljós málum, þar sem lokið sem var með búrinu fór í klessu í fluttningum fyrir ekki svo löngu síðan
útlitið á græjunum skiptir ekki máli, þar sem þetta er bara ofaní kjallara, bara fyrir okkur að dunda
Kv
Hlynur (42)
Máni (bráðum 7)
Okkur vantar einnig einhverja skemmtilega lausn á lok/ljós málum, þar sem lokið sem var með búrinu fór í klessu í fluttningum fyrir ekki svo löngu síðan
útlitið á græjunum skiptir ekki máli, þar sem þetta er bara ofaní kjallara, bara fyrir okkur að dunda
Kv
Hlynur (42)
Máni (bráðum 7)
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Þessi kemur frá Ömmu og Afa en ég er ekki frá því að hafa séð myndir af þínum fyrrverandi hér einhverstaðar á spjallinu, þeir eru bara nákvæmlega einsAndri Pogo wrote:hvar fékkstu þennan skenk? hann minnir skuggalega á einn sem við vorum með undir búri og gáfum fyrir ári ég styrkti hann að innan með vinklum.
Það er ekkert sem bannar að hafa tunnudæluna ofan við búr meðan hún dælir vandræðalaust. Ég mundi samt stytta inntaksslönguna þannig að dælan þurfi ekki að hafa mikið fyrir því að draga vatnið upp.hlb wrote:Takk fyrir það, en "vanalega" er samt ekkert bannað að hafa hana fyrir ofan, þá er ég að meina skemmir það nokkuð dæluna? Skápurinn undir er nefnilega fullur af drasli sem ég hef eiginnilega ekki pláss fyrir annastaðarVargur wrote:Tunnudælan er vanalega höfð fyrir neðan búr.
Takk fyrir skjót svör, ég mun stytta í slöngunum. Endilega bendið á það sem betur má fara hjá okkur, eigum eftir að finna eitthvað grjót og stuff til að setja í búrið, og finna út úr ljósamálum og finna flottann bakgrunn.Vargur wrote:Það er ekkert sem bannar að hafa tunnudæluna ofan við búr meðan hún dælir vandræðalaust. Ég mundi samt stytta inntaksslönguna þannig að dælan þurfi ekki að hafa mikið fyrir því að draga vatnið upp.hlb wrote:Takk fyrir það, en "vanalega" er samt ekkert bannað að hafa hana fyrir ofan, þá er ég að meina skemmir það nokkuð dæluna? Skápurinn undir er nefnilega fullur af drasli sem ég hef eiginnilega ekki pláss fyrir annastaðarVargur wrote:Tunnudælan er vanalega höfð fyrir neðan búr.
Ég er alveg hissa á að dælan virki svona, þær eru ekki gerðar fyrir að vera fyrir ofan búr og ekki víst að það gangi til langs tíma.
Mig grunar að hún gæti átt erfitt með að fara í gang aftur ef það fer straumur af henni.. Prófaðu amk að taka hana úr sambandi í 1mín og setja aftur í, hvort hún fari í gang aftur. Það verður amk að vera 100% að úttakið sé vel fyrir neðan vatnsyfirborð, því um leið og það kemst loft að því og straumurinn fer af, þá fer hún ekki í gang aftur án aðstoðar.
Mig grunar að hún gæti átt erfitt með að fara í gang aftur ef það fer straumur af henni.. Prófaðu amk að taka hana úr sambandi í 1mín og setja aftur í, hvort hún fari í gang aftur. Það verður amk að vera 100% að úttakið sé vel fyrir neðan vatnsyfirborð, því um leið og það kemst loft að því og straumurinn fer af, þá fer hún ekki í gang aftur án aðstoðar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
Allavega eins og með mína að þegar að ég þríf hana og áður en ég set hana í gang þá opna ég fyrir inntak og úttak og þá fyllir hún sig sjálf, og myndi ég ekki sjá það gerast þegar hún er fyrir ofan og þá fer ekki vatn úr búrinu í hana eða hvað?
Allavega eins og keli segir þá er möguleiki á að hún muni ekki virka svona (eða allavega ekki lengi) þar sem að þær eru gerðar fyrir að vera fyrir neðan og allt systemið örugglega lagað að því
Allavega eins og keli segir þá er möguleiki á að hún muni ekki virka svona (eða allavega ekki lengi) þar sem að þær eru gerðar fyrir að vera fyrir neðan og allt systemið örugglega lagað að því
200L Green terror búr
Takk allir, vissi að það myndi borga sig að spyrja! Við fórum í að breyta þessu (sjá myndir) Dælan kemur bara ágætlega út við hliðina á Sven Hasel bókunum (á eftir að stytta í slöngunum)
Seinni myndin sýnir hvernig við höfum hugsað okkur að hafa þetta, finnst ykkur einhverja breytinga þörf? T.d straumdæla eða hitari?
Seinni myndin sýnir hvernig við höfum hugsað okkur að hafa þetta, finnst ykkur einhverja breytinga þörf? T.d straumdæla eða hitari?
Þetta lítur fínt út, ætti alveg að ganga fínt. Hvað ætlarðu að hafa í búrinu og hvað er það stórt?
Varðandi lokið, þá gætirðu smíðað nýtt bara og jafnvel notað ljósin úr gamla lokinu. Ég t.d. smíðaði úr krossviði og finnst það koma ágætlega út.
Varðandi lokið, þá gætirðu smíðað nýtt bara og jafnvel notað ljósin úr gamla lokinu. Ég t.d. smíðaði úr krossviði og finnst það koma ágætlega út.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Búrið var mér sagt vera 125L Það er 100x30x38 að mig minnir, sem eru ca 120L ekki satt?keli wrote:Þetta lítur fínt út, ætti alveg að ganga fínt. Hvað ætlarðu að hafa í búrinu og hvað er það stórt?
Varðandi lokið, þá gætirðu smíðað nýtt bara og jafnvel notað ljósin úr gamla lokinu. Ég t.d. smíðaði úr krossviði og finnst það koma ágætlega út.
nÍbúar í búrið er alveg óákveðið, höfum ekki hugmynd hvað við viljum Það er svo svakalegt úrval af fiskum til. Erum samt búnir að ákveða að hafa ekki Gubby og Gullfiska, ég var með svoleiðis fiska fyrir 30 og eitthvað árum, og mér fannst það ekki skemmtilegir fiskar.
Við viljum ekki hafa gróður í búrinu, þannig að fiskaval ræðst svolítið eftir því.
Ætlum á eftir að skreppa í krísuvík og Grindavík, að finna steina og eitthvað í búrið, en hugmyndin er að hafa þetta einfalt og íslenskt erum t,d með perlusand frá BM vallá í búrinu, skoluð og soðin kemur bara fínt út sýnist mér. Hefði kannski át að setja aðeins meira í búrið, geri það kannski, á einhver 20 kg eftir í pokanum
Ljósamál, þau eru í vinnslu fer allt eftir kostnaði hvernig það verður leyst.
Flott búr hjá ykkur
Mér finnst ekkert að því að hafa opinn topp á sumum búrum og hafa bara flúor lampa fyrir ofan búrið (Þá kanski hengja hann upp í loftið með keðju eða vír)
Oft mjög gaman að geta séð ofan í allt búrið
Mér finnst ekkert að því að hafa opinn topp á sumum búrum og hafa bara flúor lampa fyrir ofan búrið (Þá kanski hengja hann upp í loftið með keðju eða vír)
Oft mjög gaman að geta séð ofan í allt búrið
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
Það er reyndar alveg hugmynd, og láta sníða glerplötu yfir svo að gaurarnir hoppi ekki upp úr búrinu Kötturinn minn hún Mía yrði annars hrifin af því hún elskar hráann fiskSquinchy wrote:Flott búr hjá ykkur
Mér finnst ekkert að því að hafa opinn topp á sumum búrum og hafa bara flúor lampa fyrir ofan búrið (Þá kanski hengja hann upp í loftið með keðju eða vír)
Oft mjög gaman að geta séð ofan í allt búrið
Annars er kominn íbúi í búrið, held að þetta heiti Brúsknefur? Hann var eini fiskurinn sem eftir var í pínu litlu búri, í vinnunni hjá mér og var á leiðinni í klósettið! Svo að ég áhvað að gera hann að tilraunadýri hjá mér:) ef hann lifir fram á næsta föstudag, er óhætt að fara að kaupa fleirri fiska. Annars er búrið okkar frekar skýjað á að líta, er það ekki bara eðlilegt fyrir nýtt búr, meðan flóran er að koma? Erum að setja Nitrivec út í, 10 ml á dag í tíu daga, eins og segir á brúsanum. Settum í upphafi Aquatan í vatnið. Eru einhver fleirri efni sem má nota til að bæta vatnið?
Mynd af kvikindinu.
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Ég kláraði brúsan það voru þá fjórir dagar í efnameðferðAndri Pogo wrote:það má svosem alveg sleppa þessum efnum, láta búrið bara ganga í 1-2 sólahringa og það ætti að duga.
þetta er þrælflottur brúskakarl.
Svona ætlum við að hafa búrið til að byrja með.
Fjarlægði hitaran hann kveikti aldrei á sér, samt er hitinn stöðugur á 24 gráðum. Fjarlægði straumdæluna, henni var held ég ofaukið svakalega kraftmikil!
Miða við þessa uppsetningu hvaða fiska er hægt að ala í búrinu?
Og svo ég haldi áfram með dæluspurningar, er í lagi að hafa dæluenda s.s out endan svona opin? eða á maður að hafa rörið með litlu götunum á?
Lítur vel út! Annað búrið hjá mér er hitaralaust og stendur einmitt alltaf í 24°, nokkuð eðlilegur stofuhiti greinilega! Nú er bara spurningin, í hvað langar ykkur? Ekki gúbbí eða gullfiska..... ekki þá kannski sverðdraga eða molly sem eru gotfiskar eins og gúbbí.... hvað þá með síkliður? óteljandi týpur til... sniðugt að skoða síðuna hjá tjörva, www.tjorvar.is og skoða svo hvað er í búðunum, skoða fiskaspjall og sjá hvað fólk er með í búrunum hjá sér og hvað ykkur finnst passa ykkur. Fá svo ráðleggingar í vandaðri búðunum og velja vel saman. Þetta verður bara glæsilegt!
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
hvernig gastu tekið myndina með hendur í vösum?
það er allt í lagi að hafa úttakið svona opið, bara smekksatriði, ég er með svona opið á annari dælunni en spraybar á hinni.
Snýst bara um að ná góðri hringrás, sem ég hef btw ekki náð enn.
ég myndi prófa að skella Malawi síkliðum í búrið ?
http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/Fis ... grein_.htm
eða
http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/Fis ... _grein.htm
það er allt í lagi að hafa úttakið svona opið, bara smekksatriði, ég er með svona opið á annari dælunni en spraybar á hinni.
Snýst bara um að ná góðri hringrás, sem ég hef btw ekki náð enn.
ég myndi prófa að skella Malawi síkliðum í búrið ?
http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/Fis ... grein_.htm
eða
http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/Fis ... _grein.htm
Já manni er margt til lista lagt nei nei var með þrífót og myndin tekin á tíma. Var nú ekki búinn að taka eftir sjálfum mér þarna, það var eins gott að maður var ekki að stripplast akkúrat þarnaAndri Pogo wrote:hvernig gastu tekið myndina með hendur í vösum?
Ég er að spá í að fá mér Blue Acara seyði sem gunnikef er að auglýsa hérna á síðunni. Ganga Malawí síkliður með mið ameríku síkliðum?
já soldið spúkí að sjá þig speglast þarna í glerinu með hendur í vösum. var einmitt að enda við að horfa á myndina Shutter, þeir sem hafa séð hana, skilja hvað ég á við
það væri flott að hafa Blue Acara í þessu búri, virkilega fallegir fiskar. og þrælmyndarlegur brúskakarl sem þú ert með þarna hvað er kvikindið stórt?
það væri flott að hafa Blue Acara í þessu búri, virkilega fallegir fiskar. og þrælmyndarlegur brúskakarl sem þú ert með þarna hvað er kvikindið stórt?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Brúskakarlinn, eða Nilfisk eins og hann er kallaður orðið á þessu heimili er sennilega 6 til 8 cm gæti verið stærri, Langar að finna kerlingu handa honum þær liggja bara ekkert á lausu Hann er alveg rosalega hlédrægur greyið, maður varla sér hann á ferli.Lindared wrote:já soldið spúkí að sjá þig speglast þarna í glerinu með hendur í vösum. var einmitt að enda við að horfa á myndina Shutter, þeir sem hafa séð hana, skilja hvað ég á við
það væri flott að hafa Blue Acara í þessu búri, virkilega fallegir fiskar. og þrælmyndarlegur brúskakarl sem þú ert með þarna hvað er kvikindið stórt?
Núna er ég að fara smíða lok á herlegheitinn, hvernig sem það nú gengur! ekki beint laghentur þegar að timbri kemur, en við sjáum hvað kemur út úr því
Það voru til stórar brúsk kerlingar í dýragarðinum seinast þegar ég vissi..
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Já, fór þangað í gær myndar kellingar alvegkeli wrote:Það voru til stórar brúsk kerlingar í dýragarðinum seinast þegar ég vissi..
Og svo maður haldi nú áfram með lok/ljós vandamálin (eða kannski ekki vandmál lengur) Ég verð bara að viðurkenna að ég kann ekkert að smíða úr timbri, en mér var ráðlagt að nota það efni í lok. Þannig að ég fór að brainstorma og teiknaði lok í sinni einföldustu mynd (braggalag) setti öll mál inn á teikninguna og fór í blikksmiðju sem heitir Ísloft, gaurinn sem ég talaði við taldi þetta ekki vera mikið mál að smíða úr 1.5mm blikki og kostaði eitthvað rúmlega 5000 kall. þá á eftir að koma ballaest fyrir og kaupa peru, þannig að lok + drasl í það væri þá komið í rúmlega 10.000 kall. Held að þetta sé besta lausnin.