Búrið mitt lyktar ekkert smá illa, hvað get ég gert
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Búrið mitt lyktar ekkert smá illa, hvað get ég gert
Fiskabúrið mitt lyktar eins og ég veit ekki hvað . Ég er ný búinn að skipta um nánast allt vatnið í búrinu og þrifa steinana í búrinu , en samt lyktar það illa. Er einhvað sem að ég get gert til að minka lyktina?
250 litra sjávarbúr
Ryksugarðu mölina í botninum? Það þarf að gera reglulega.
Lykt er venjulega af rotnun úrgangs og matarleifa eða vegna súrefnisskorts í botnmölinni (t.d. ef aldrei ryksuguð eða hreyft við henni).
Þrífurðu nokkuð með sápu?
Er nægileg og góð hringrás og síun í búrinu? Þú veist það er bannað að þrífa síuna, bara skola öðru hverju úr fiskabúravatni.
Lykt er venjulega af rotnun úrgangs og matarleifa eða vegna súrefnisskorts í botnmölinni (t.d. ef aldrei ryksuguð eða hreyft við henni).
Þrífurðu nokkuð með sápu?
Er nægileg og góð hringrás og síun í búrinu? Þú veist það er bannað að þrífa síuna, bara skola öðru hverju úr fiskabúravatni.
Vond lykt
hvað meinaru með að rigsugabotninn ? tekuru þá allan sandin með rigsugunni og setur nýjan ? ég nota aldrei nein efni í búrið . Ég tek alltaf reglulega allt ur dælunni og skola með vatni úr ketilnum .
250 litra sjávarbúr
Þú mátt ekki skola dæluna upp úr heitu vatni. Þú drepur bakteríuflóruna sem þrífst í henni með því. Þessi bakteríflóra brýtur niður úrgangsefnin sem verða til. Það eru þau sem valda lyktinni hjá þér.
Héðan í frá skaltu skola dæluna og svampana 1x í mánuði og þá bara upp úr vatni sem þú hefur tekið úr fiskabúrinu.
Að ryksuga botnin er að nota slöngu með breiðum stút sem sýgur drulluna upp úr botnmölinni. Ef þú átt ekki svona slöngu skaltu drífa þig í næstu dýraverslun og kaupa hana. Notaðu hana svo þegar þú skiptir um vatn, en þú skalt skipta um amk 1/3 af vatninu aðra hverja viku, að minnsta kosti, helst oftar. Starfsfólkið í búðinni leiðbeinir þér um hvernig á að nota þessa slöngu.
Ef þú gerir þetta lagast lyktin.
Héðan í frá skaltu skola dæluna og svampana 1x í mánuði og þá bara upp úr vatni sem þú hefur tekið úr fiskabúrinu.
Að ryksuga botnin er að nota slöngu með breiðum stút sem sýgur drulluna upp úr botnmölinni. Ef þú átt ekki svona slöngu skaltu drífa þig í næstu dýraverslun og kaupa hana. Notaðu hana svo þegar þú skiptir um vatn, en þú skalt skipta um amk 1/3 af vatninu aðra hverja viku, að minnsta kosti, helst oftar. Starfsfólkið í búðinni leiðbeinir þér um hvernig á að nota þessa slöngu.
Ef þú gerir þetta lagast lyktin.
Ættir að fá þér Tetra TEC GC 50 þetta virkar mjög vel, þarft ekkert að sjúga til að fá hana í gang og svo er ventill á henni til að minka rennslið fyrir þá sem eru með mjög fína möl, veit að þetta er til upp í dýralíf
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
Takk fyrir svörinn
já veistu ég held að ég fái mér bara svona um mánaðarmótin . Takk fyrir svörin .:=)
250 litra sjávarbúr