
Fimm Malawí síkliður Maylandia estherae skilst mér
Brúskakarl og kella

Settum aftu hitarann og straumdæluna í búrið, því ég held að það hafi einfaldlega verið of lítil hreyfing á vatninu hjá okkur. Mældi nitritið í því áður en straumdælan fór í og sýndist vera allmikið nitrit eða yfir 0,3 Mældi síðan um klukkustund síðar, eftir að dælan fór í, og var þá 0,3 slétt, getur svosem verið að ég sé litblindur en svona var þetta. Ætla nú samt að skipta út 20% af vatninu á morgun. Lokið vantar ennþá og ljósið en það er í vinnslu.
Allavega hér koma nokkrar myndir hjá okkur, ekki góðar v/ljósleysis teknar með nokkuð háu ISO´i sumar.
Við vorum með rót í því til að byrja með, en vatnið leit þá út eins og skolp, ekki fallegt. Við setjum þessa rót út á pall í vetur og setjum hana aftur í búrið þegar náttúran verður búin að útvatna hana

Búrið, án loks.

Fiskarnir



Allir saman, voða sætir



Brúskakellingin

Brúskakallinn, hann er ekki mjög félagslindur! Kemur varla úr felustaðnum sínum. Læði matarbita til hans í skjóli nætur, svo hinir fiskarnir éti ekki matinn frá honum.

Brúskakallinn fyrst eftir að hann kom til mín, eins og þið sjáið hefir liturinn á honum breyst mikið. Leið greynilega ekki vel í 10L búrinu í vinnuni hjá mér


Svo koma fleirri myndir hér ef og þegar fjölgar í Malawí hópnum
