Hugsanleg hvítblettaveiki? hvítir blettir á einum sverðdraga

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Jss
Posts: 17
Joined: 12 Aug 2008, 15:10

Hugsanleg hvítblettaveiki? hvítir blettir á einum sverðdraga

Post by Jss »

Ég var rétt í þessu að taka eftir hvítum blettum á einum sverðdraganum, kvk, eins og sést vonandi á myndunum hér fyrir neðan. Teljið þið að um hvítblettaveiki sé að ræða og hvort mælið þið frekar með að nota salt í búrið eða að kaupa meðal við þessu eða einhverja aðra lausn þar sem þetta er aðeins á þessum eina fiski?

Ég er með 65 lítra búr með 3 sverðdrögum, 2 platy, 3 ancistrum, 1 coryodoru og 1 skala. Var reyndar að bætast við einn black ghost í gær, föstudag, sem ég fékk í afmælisgjöf. (Veit að black ghost getur orðið mjög stór, tek á því þegar þar að kemur, stækka yfirleitt hægt)

Vatnsskipti hafa farið fram vikulega og skipt um ca. 15-20% af vatninu í hvert skipti og þar sem búrið var bara sett upp fyrr í mánuðinum, fyrir ca. 3 vikum (rúmlega) þá höfum við sett smá "stress zyme" og "stress coat" með í vatnsskiptunum skv. leiðbeiningum.

Image
Image

Ekki bestu myndirnar en henni virðist ekki vera vel við myndavélina.
Jóhann
User avatar
sono
Posts: 545
Joined: 06 Jan 2008, 16:40
Location: Reykjavik 112 , Grafarvogur

Svar

Post by sono »

Ég sendi þér ep.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég myndi byrja á því að salta og fylgjast svo grannt með á næstunni.
Ef þú ferð að fá þetta í fleiri fiska finnst mér eðlilegt að kaupa lyf.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Blettaveiki á byrjunarstigi.
5-6 matskeiðar af salti og hækkun á hita um 2-3° ætti að redda þessu.
Jss
Posts: 17
Joined: 12 Aug 2008, 15:10

Post by Jss »

Vargur wrote:Blettaveiki á byrjunarstigi.
5-6 matskeiðar af salti og hækkun á hita um 2-3° ætti að redda þessu.
Búinn að salta og hækka hitastigið ásamt því að skipta út meira vatni en venjulega, skipti út ca. 30% áðan, og þá er bara að vona að þetta hverfi fljótt og örugglega, hitastigið stendur núna í 27°C.
Jóhann
Jss
Posts: 17
Joined: 12 Aug 2008, 15:10

Post by Jss »

Ég fór að velta fyrir mér hvort það sé eitthvað fleira sem þurfi að gera, þarf t.d. að skipta út vatni daglega eða eitthvað þess háttar?
Jóhann
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

er það matskeið af salti í hverja 10 lítra vargur?
Jss
Posts: 17
Joined: 12 Aug 2008, 15:10

Post by Jss »

Mér sýnist þetta vera að minnka á þessum eina fiski en samt er þetta ennþá til staðar, saltaði í búrið og hækkaði hitann þannig að hann hefur verið ca. 27-28°c, setti ca. 1 msk. af salti á hverja 10 lítra.
Í gær skipti ég síðan út ca. 15% af vatninu og saltaði aftur í samræmi við það.

Ég er að velta fyrir mér hvort ég eigi að halda áfram með saltið og skipta vatninu út frekar ört eða fara útí lyfjagjöf? :?
Jóhann
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ef þetta er að minnka skaltu bara halda áfram að salta þangað til allt er horfið og einhverja 3-4 daga eftir það.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

er ekki í lagi að nota sjávar salt?
Jss
Posts: 17
Joined: 12 Aug 2008, 15:10

Post by Jss »

ulli wrote:er ekki í lagi að nota sjávar salt?
Ef þig vantar meiri upplýsingar þá fann ég hérna erlenda grein um þetta:

http://www.cichlid-forum.com/articles/ich.php

Hellingur til um þetta vandamál sýnist mér, mismunandi innihaldsríkar greinar þó, þessi virðist nokkuð ítarleg.

ulli wrote:er það matskeið af salti í hverja 10 lítra vargur?
Miðað við þær ráðleggingar sem ég hef fengið er það magnið sem á að nota, sést líka í öðrum þráðum á spjallinu, getur leitað að "salt" og "hvítblett" þá ættu þeir þræðir að koma upp.
Jóhann
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

já já.en er bara spá vegna þess að innihald sjávrsalts fyrir sjávar búr er ekki það sama og í borðsalti eða hvað það er sem þið notið
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Aðeins mótvægi við söltunaraðferðina sem að ég ætla alls ekki að halda fram að sé röng heldur bara mín reynsla.... ég fékk hvítblettaveiki í gullfisk, ég var með slatta af plöntum í búrinu og salt fer mjög illa með þær svo að ég einangraði hann og saltaði... allt eftir bókinni en hann endaði með því að drepast, þónokkru seinna fékk ég það sama í annan gullfisk... þetta eru stórir og fallegir fiskar svo að ég ákvað að taka ekki sénsinn í þetta skipti og fékk lyf, blettirnir voru horfnir eftir 2x5 daga kúra, ég gerði góð vatnsskipti fyrir, í millitíðinni og eftir meðferð eins og leiðbeiningarnar sögðu og setti svo kolafilter í dæluna til að hreinsa lyfið úr búrinu. Fiskurinn var í dálítinn tíma að jafna sig á eftir, uggarnir og sporðurinn urðu tættir, en hann jafnaði sig alveg. Ég hef aftur notað salt með góðum árangri við sundmagaveiki en í miklu minna magni en þarf í þessu tilfelli og þá notað maldonsalt, það er joðlaust.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ég hef prófað bæði salt og lyfjakúr í hvítbletta tilfellum og bæði virka alveg þræl vel.
salta þá bara eins og á að gera, 1 matskeið á hverja 10 lítra og notast þá við joð laust salt, kötlusalt er voða vinsælt hjá okkur fiskanördunum :wink: :P salt fer samt illa með sumar plöntur.
vil frekar nota salt heldur en lyf, þar sem sum lyf fara illa í suma fiska.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply