Mig langar að forvitnast um þessa fiska hjá fólki eilítið. þannig er það með mig að ég er með óendanlega dellu fyrir þessari ætthvísl. Sjálfur er ég með tvö fiskabúr í "stærri kantinum" fyrir þessi kvikindi. Ég á allveg þokkalegt safn þó að ég segji sjálfur frá! Aðrar tegundir allgengari en aðrar..!
Pínu njósnir...Hvaða tegundir eru í gangi hér heima?
Svo væri gaman að sjá myndir af gripunum einnig..
Digital vélin mín er biluð,þannig engar myndir héðan.
ÉG er með óstoppandi bakteriu fyrir þessari ætthvísl sjálfur.
Eg sjálfur er með:
4stk. ornatipinnis
1stk. delhezi
2. stóra lapradi, annar er með fallegar grænar rendur.
2 þokkalega stóra Polypterus endlicheri congicus
6stk. senegalus nokkra frekar stóra,allir úr sitthvori áttinni þ.e.a.s. ekki allir úr sömu búðinni né úr sömu sendingu. kaupi alltaf einn úr hverri sendingu (úr hvaða búð sem er) til að fá einhver frávik. semsagt aðrir eru grænni en aðrir,dekkri og fram eftir götunum...!! gaman að sjá muninn hvað enginn er í raun eins.
1.stk sem átti að vera palmas/(það komu tvö stk. einn hoppaði uppúr hjá mér eða öllu heldur hvarf, hans er minnst sem Houdini ,hann var pottþéttur "palmas,þessi venjulegi)" en er það líklega ekki samt! mynstrið passar ekki við þá palmas sem ég hef séð. En er mjög líklega Polypterus retropinnis.
http://www.polypterus.info/p_retropinnis.htm þetta er málið.
Þetta er kvikindið,ekki nema ég sé kominn með gláku!!
Annars er aldrei 100% að maður fái akkurat "the one and only"fiskinn þegar maður er að sérpanta polypterus. það er svo mikið brengl með þessa ætthvísl einhverja hluta vegna í sambandi við unga fiska/ný veidda, þeir líkjast hver öðrum í vissri stærð. Svo maður tali nú ekki um þennan palmas rugling, þá aðallega útaf undirtegundum. Það er alltaf verið að laga,bæta og þrengja og víkka hringinn. Endalaust að vera hrófla í þessum fiskum. það er alltaf að finnast ný og ný týpa..Þess vegna er svo gaman að þessum fiskum (dýrt að vísu...!!!) stöðugt að finnast ný kvikindi.
Last edited by Fiskurinn on 08 Sep 2008, 23:53, edited 1 time in total.
Annars er Hoplarchus Psittacus (true parrot) bara eitt það mesta augnayndi sem ég hef haft í búri á mínum fiska ferli..
En eins og sagt er "ALLT SPORT KOSTAR SITT"
Búrið sem fiskarnir eru í, er að minnka hratt þetta er ALLS ekki bestu lítrarnir fyrir þessa fiska, en það er á jólagjafa planinu frá jóla að gefa mér tonn af vatni. þá kann ég bara ekki við að fækka búrunum, heldur bara auka á rakann..hahahah!
Last edited by Fiskurinn on 09 Sep 2008, 00:01, edited 1 time in total.
Hvað hafið þið svo verið að gefa polypt. ykkar?
Ég gef allan fjandan sjálfur s.s þurkað og frosið,krill,blóðorma,floating sticks,rækjur,krabbakjöt,ýsu og einnig margt annað. Og auðvitað grænfóður líka, þeir éta bókstaflega hvað sem er.
ég vil nota tækifærið og benda á skemmtilega grein sem ég skrifaði um umrædda tegund: Monsterhornið - Polypterus
Annars gengur ekkert að segja frá svona flottu safni án þess að sýna myndir!
Ég kíkti því við hjá Fiskurinn og tók nokkrar myndir, það voru þó ekki jafnmargar góðar og ég hélt en hér er smá:
Polypterus Endlicheri congicus:
Polypterus Ornatipinnis:
Ornatipinnis, Senegalus, Parachanna Obscura ásamt Polypterus Retropinnis fyrir miðju, ég vil þó koma með það gisk að þetta sé frekar Polypterus Mokelembembe, ekki nógu góð mynd hjá mér samt:
Og ein af óskaraparinu fyrrnefnda:
Ég náði því miður ekki nógu góðum myndum af Lapradei.
Palmas polli... hver veit.
Allavega, ég með 19stk af ýmsum Polypt.
Polypterus palmas buettikoferi (2stk) eru á leiðinni á mitt heimili í næstu viku.
sem og fleiri delhezi (3stk)
Ég get svarið það..maður er nú orðinn hálf klikk í þessari polypterus söfnun