Juwel búr hafa flest innbyggðan filter sem knúinn er af lausri dælu. Þessi dæla er tengd við restina af filternum með ákv. millistykki.

Millistykkið sem tengir dæluna og síuna í Juwel búrum saman
Mér datt í hug að tengja CO2 inn á þetta millistykki þannig að gasið ferðist með vatninu í gegnum dæluna og svo út í vatnið í búrinu.
Ég keypti mér nýtt svona millistykki í gæludýraversluninni Trítlu. Á það boraði ég gat og setti loftslöngu í. Sömuleiðis setti ég hinn endan á loftslöngunni í tappan á 1L flösku undan Sól appelsínusafa. Slönguna festi ég í götin með sílikon kítti.
Í safaflöskuna set ég svo ger-sykur brugg sem býr til CO2. Nú puðrast CO2 sem fínar loftbólur um vatnið í búrinu.
Kostnaður við þetta CO2 kerfi er undir 1000kr. Svipað má örugglega gera við aðrar gerðir af dælum. Á sumum dælum dugar sjálfsagt að setja slönguna úr gerkútnum í gegnum ristina.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af framkvæmdinni.

Slanga frá millistykki yfir í flöskutappa

Dælan fest á breytt millistykki