Mollý og Skalar.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
superarimar
Posts: 1
Joined: 23 Sep 2008, 19:26

Mollý og Skalar.

Post by superarimar »

Var að setja upp fyrsta fiskabúrið mitt, ég setti í það svart mollý par, einn skala og bardagafisk. Og þessar blessuðu littlu svörtu elskur eru bara nartandi sporðinn af skalanum. Ég tók þær bara uppúr. Er þetta algengt?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sporðar og slör eru oft freistandi snakk en ég hefði haldið að það væri frekar bardagafiskurinn sem fengi að kynnast því.
Ef skalinn nær ekki að hrista af sér mollana á næstu dögum þá er hann sennilega eitthvað slappur.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ef sporðarnir eru áberandi eða langir (t.d slör guppie) þá gæti það freistað annara fiska. sporðar þykja víst mesta lostæti.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply