Var að setja upp fyrsta fiskabúrið mitt, ég setti í það svart mollý par, einn skala og bardagafisk. Og þessar blessuðu littlu svörtu elskur eru bara nartandi sporðinn af skalanum. Ég tók þær bara uppúr. Er þetta algengt?
Sporðar og slör eru oft freistandi snakk en ég hefði haldið að það væri frekar bardagafiskurinn sem fengi að kynnast því.
Ef skalinn nær ekki að hrista af sér mollana á næstu dögum þá er hann sennilega eitthvað slappur.