Sverðdragi og plattý - seiðafullar?
Sverðdragi og plattý - seiðafullar?
Ég er með sverðdraga og plattý fiska hér. Keypti þá í síðustu viku.
Ég er búin að vera að lesa um einkennin þegar hrygnurnar eru seiðafullar. Mér finnst 2 hjá mér (einn plattý og einn sverðdragi) vera komnir með frekar stóra "bumbu", en sé engan svartann blett né önnur einkenni. Jú reyndar talaði einhver um að þær myndu "reyna að komast úr búrinu", og þær virðast vera að því, eru uppvið alla veggi syndandi upp og niður eins og þær séu að leita af leið út. Á meðan aðrir fiskar synda um þá synda þær bara upp og niður uppvið veggina.
Ef þær eru seiðafullar, hvað haldiði þá að þær eiga mikið eftir? Að myndunum að dæma.
Hér er sverðdragakonan.
Og hér er plattý fiskurinn á hlið (og sést "nefið" á sverðdragakallinum, fiskarnir urðu allir æstir í að komast í mynd þegar ég var að reyna að ná mynd af bara tveim aldrei þessu vant).
Og hér sjást þær saman, að synda að vegg sem þær eyddu svona 5 mín í að synda upp og niður þangað til þær færðu sig að næsta vegg.
Ég er búin að vera að lesa um einkennin þegar hrygnurnar eru seiðafullar. Mér finnst 2 hjá mér (einn plattý og einn sverðdragi) vera komnir með frekar stóra "bumbu", en sé engan svartann blett né önnur einkenni. Jú reyndar talaði einhver um að þær myndu "reyna að komast úr búrinu", og þær virðast vera að því, eru uppvið alla veggi syndandi upp og niður eins og þær séu að leita af leið út. Á meðan aðrir fiskar synda um þá synda þær bara upp og niður uppvið veggina.
Ef þær eru seiðafullar, hvað haldiði þá að þær eiga mikið eftir? Að myndunum að dæma.
Hér er sverðdragakonan.
Og hér er plattý fiskurinn á hlið (og sést "nefið" á sverðdragakallinum, fiskarnir urðu allir æstir í að komast í mynd þegar ég var að reyna að ná mynd af bara tveim aldrei þessu vant).
Og hér sjást þær saman, að synda að vegg sem þær eyddu svona 5 mín í að synda upp og niður þangað til þær færðu sig að næsta vegg.
Já ókei Takk fyrir þetta
Ég er með svona fljótandi gróður sem seiðin geta falið sig, en er líka með tvo skala, og hef heyrt að þeir séu alveg pro í að finna sæði og éta.. er þá ekki sniðugra að fá mér gotbúr? Reyndar er ég ekkert að fara að rækta, en það væri samt gaman að prófa... Hef reyndar lítið að gera við 20 stykki, en efast um að ná svo mörgum í fyrsta skiptið hvort eð er..
Ég er með svona fljótandi gróður sem seiðin geta falið sig, en er líka með tvo skala, og hef heyrt að þeir séu alveg pro í að finna sæði og éta.. er þá ekki sniðugra að fá mér gotbúr? Reyndar er ég ekkert að fara að rækta, en það væri samt gaman að prófa... Hef reyndar lítið að gera við 20 stykki, en efast um að ná svo mörgum í fyrsta skiptið hvort eð er..
sæði eiga víst að vera mjög próteinrík og líklega góður aukabiti oní skallana..bryndis wrote:Já ókei
Ég er með svona fljótandi gróður sem seiðin geta falið sig, en er líka með tvo skala, og hef heyrt að þeir séu alveg pro í að finna sæði og éta..
en já .. skallar eru mjög góðir að týna upp og éta seiði og þú átt ekki eftir að sjá neitt einasta með þá í búrinu.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Heyrðu, þegar ég vaknaði í morgunn sá ég eitt seiði skjótast framhjá mér, svo hljóp ég og sótti fötu, háf og dót (á ekki gotbúr, voru ekki til í fiskabúðunum sem ég athugaði í), og þegar ég kom aftur var búið að éta það :S það var ennþá smá kúla á maganum hennar svo ég setti hana bara í fötu og inn í skáp :S Þetta hljómar alveg hrikalega illa! en ég á ekkert aukabúr og heyrði e-rstaðar að myrkrið róar hana?
En allavega, nú eru 5 seiði í fötunni, ég setti kerlu aftur í búrið. En hef seiðin í fötunni. Ég er búin að eiga fiskabúr í viku, og þessa fiska ennþá skemur - svo ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera! Ætti ég að hafa þau í fötunni? ætti ég þá ekki að færa hitarann yfir í fötuna í smá stund? Hvað borða þau? (ég muldi bara niður tetra vegetable, en þau eru svo lítil þessi grey!). Þola þau vel birtu svona fyrst? ég á kúlubúr sem ég get haft þau í, þyrfti þá bara að skipta reglulega út vatni til að hafa hitann í góðu standi..
Er kannski bara best að skjótast út og kaupa gotbúr?
Vá, ég yrði alveg ótrúlega þakklát ef einhver nennir að skoða þetta og svara Það hlítur að vera pirrandi að vera alltaf að tala til vitlausa byrjendur..
En allavega, nú eru 5 seiði í fötunni, ég setti kerlu aftur í búrið. En hef seiðin í fötunni. Ég er búin að eiga fiskabúr í viku, og þessa fiska ennþá skemur - svo ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera! Ætti ég að hafa þau í fötunni? ætti ég þá ekki að færa hitarann yfir í fötuna í smá stund? Hvað borða þau? (ég muldi bara niður tetra vegetable, en þau eru svo lítil þessi grey!). Þola þau vel birtu svona fyrst? ég á kúlubúr sem ég get haft þau í, þyrfti þá bara að skipta reglulega út vatni til að hafa hitann í góðu standi..
Er kannski bara best að skjótast út og kaupa gotbúr?
Vá, ég yrði alveg ótrúlega þakklát ef einhver nennir að skoða þetta og svara Það hlítur að vera pirrandi að vera alltaf að tala til vitlausa byrjendur..
platyseiði
Sæl Bryndís. Það er í lagi að eiga gotbúr en til að byrja með getur þú notað plastdós undan ís eða majonesi sem þú lætur fljóta í búrinu. "Lúkkar" ekkert sérstaklega en virkar. Einn eplasnigil seturðu síðan ofaní dósina. Hann sér um að borða umfram fóður. Seiðin þola vel ljós en gott er að setja smá mosa ofan í dolluna þar sem seiðin eru. Þú tekur svo kerluna frá eftir 23-24 daga og setur hana í fötu. Þá nærðu öllum seiðunum undan henni og ert komin í "bullandi" ræktun
haha já fannst þetta svo fyndið, ákvað aðeins að bulla í þérbryndis wrote:Hahh vá ég sá ekki þessa villu hjá mér, var fyrst að spá hvað þú værir eiginlega að bulla
en það er flott hjá þér að hafa tekið kerluna og hafa sett hana i fötu og inn í skáp. best er að hafa fötuna efst í skápnum, þar sem þar er meiri hiti. myrkrið hjálpar til, bæði fyrir kerluna og seiðin, það róar hana, svo sér hun ekki seiðin og þau eiga meiri möguleika á að vera ekki étin. finnst líklegt að hún eigi eftir að eiga fleiri seiði ef þau voru svona fá. myndi fylgjast vel með henni. seiða flotbúr er góð lausn fyrir þig, setur það bara ofaní stóra búrið og seiðin í. þá getur enginn étið þau. þú getur byrjað á að gefa þeim frostna Artemíu, sem þú getur fengið í dýrabúðum. mjög góður og orkumikill matur fyrir seiði og góður fyrir seiðafulla fiska. alls ekki gefa seiðunum of mikið. þau geta borðað yfir sig og vatnið hjá þeim gæti mengast af óétnum mat.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Takk æðislega Ég er keypti gotbúr áðan, en ekki svona sem skilur af kerlinguna og seiðin. Kerlingin er ennþá með "bumbu" svo ég var að spá hvort ég ætti að segja hana með seiðunum í seiðabúrið? eða er hætta á að hún éti þau? Annars er 5 alveg temmileg tala.. Eru kannski miklar líkur á að þau drepist svona fyrst?
var það ekki platy kvk sem gaut hjá þér? 5-6 seiði er ekki neitt. stórar kvk geta eignast alveg hátt upp i 80 seiði. ætli algengast sé ekki 10- 40 seiði í einu. það verða náttúrulega einhver afföll hjá seiðunum, t.d vegna lélegra vatnsgæða, of lágt hitastig, þau étin, vansköpuð, þau vilja ekki éta mat, og svo framvegis. ef þú sérð seiði með skakkan hrygg,skrítin munn eða afmyndað á einhvern hátt, þá er best að farga því eða gefa sköllunum það bara. ´líka ef þú sérð seiði sem virðast ekki borða nog og er með flatan maga. ef þú gerir þetta þá endaru með fallega og heilbrigða fiska.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Heyrðu já, ég sá bara 5 seiði koma.. svo dóu 3 strax, svo ég er bara með 2 :S en þau plumma sig vel. Það er ennþá smá kúla á maganum á kerlunni, og líka á hinni kerlunni... en þær eru aldrei hangandi á botninum.. Var alltaf að bíða eftir e-u fleiru.. býst við að fleiri hafi komið en skalarnir hafi étið þau jafnóðum.. Finnst bara skrítið að magarnir hafa lítið sem ekkert minnkað.