sísvangir óskarar

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
nanna14
Posts: 5
Joined: 02 Oct 2008, 13:40

sísvangir óskarar

Post by nanna14 »

Ég er núna búin að eiga fiskana mína í ca mánuð. er með 170l. búr og í því eru 2 óskarar og ein ryksuga. Mér finnst óskararnir vera alltaf svangir. Það svangir að þeir hoppa upp og bíta mig þegar ég er að gefa þeim. í gær gaf ég þeim rækjur, (1 rækja á mann) og þeir hámuðu það í sig. svo hálftíma seinna voru þeir svangir aftur. ég er svo með þurrmat sem ég gef þeim reglulega. en í hvert sinn sem ég labba framhjá búrinu sé ég að þeir eru að biðja um mat. þarf ég að gefa þeim einhvernveginn öðruvísi mat? ég gef þeim rækjur 2-3ja hvern dag og svo bara þurrmat oft á dag.
Svo er það ryksugan. Er með hauskúpu í búrinu og hún er þar ALLTAF. Hef aldrei séð hana fyrir utan. Þarf stundum að lyfta upp kúpuni til að athuga hvort hann sé lifandi. Fyrri eigandinn sagði að allir þrír fiskarnir væru bestu vinir og ryksugan væri alltaf með óskörunum. En núna sést ekki í hann. Er það alveg eðlilegt?
og svo að lokum. Er einhver síða einhverstaðar þar sem maður getur lesið nákvæmar leiðbeiningar um óskara. Langar að fræðast meira um þessa fiska.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

allir fiskar virðast alltaf vera svangir. myndi ekkert hafa áhyggjur af þessu. þeir geta borðað yfir sig eða stíflast ef þeir fá of mikið að borða. hvað eru þeir stórir?

myndi ekkert hafa áhyggjur af ryksugunni. hún kemur út á nóttinni t.d og fær sér að éta eða þegar þú sérð ekki til. þetta eru hálfgerðir felufiskar.

gott bara að googla oscar cichlid eða nota leitina hérna á spjallinu.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
nanna14
Posts: 5
Joined: 02 Oct 2008, 13:40

Post by nanna14 »

þeir eru um 10-15cm. Er eitthvað annað fóður sem ég ætti að gefa þeim annað en þurrmaturinn og rækur?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Cichlid Sticks, Humar, gúrkur. :-)
Þetta er ég að gefa mínum. hann tekur við þessu öllu +rækjum :-)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply