Ég keypti mér 2 blandaða skala núna fyrir nokkrum dögum. Fyrst þegar ég setti þá ofan í vatnið voru þeir frekar hræddir og hengu bara út í einu horninu. Annar var samt greinlega minna hræddur en hinn, því línurnar hans voru alltaf greinilegar, á meðan línur þess stressaða voru alltaf að dofna og stundum alveg að hverfa.
Fyrstu 1-2 dagana borðaði hvorugur þeirra. Rétt syntu um en voru fljótir aftur í hornið sitt. Svo þegar ég setti gotbúr (úr neti) í búrið þá varð þessi stressaði mjög hress og eyðir nú öllum sínum tíma í að reyna að éta seiði/mat i gegnum netið á gotbúrinu. Á sama tíma fór hann að borða matinn sem ég setti í búrið, en var samt alveg frekar til baka (mjög krúttlegt, ef hann var að synda að mat, og annar fiskur kom, þá stoppaði hann og bakkaði bara til baka, mjög undirgefinn

En málið með þennan "rólega", hann var alltaf í sínu horni, stundum synti hann aðeins um en þegar ég opnaði búrið (til að gefa mat) þá var hann fljótur út í horn - og borðaði aldrei.
Svo kom ég heim í hádeginu og þá lá hann dauður á botninum í horninu sínu. Það sást ekkert á honum, ekki að hann væri veikur eða slíkt. Hann leit alltaf út fyrir að vera mjög rólegur (af röndunum að dæma),
en eina "einkennið" var það að hann borðaði ekki neitt. Flestir fiskar sem ég hef átt hafa verið þannig fyrstu 1-2 daganna, en byrjað svo að borða. Og þannig var "stressaði" skalinn. Sem virðist ennþó örlítið hræddur ef ég á að spá í línunum, þær eru frekar daufar stundum. En hann syndir um allt og borðar, virðist alveg frekar hress.
Hér eru tvær myndir. Fyrsta er mynd sem ég tók í gær/fyrradag af búrinu í heild. Skalarnir sjást í horninu sínu lengst til hægri:
Og þetta er skalinn dauður áðan:
Þá eru tvær spurningar:
1) Af hverju ætli þetta hafi gerst? Hvernig hefði ég getað komið í veg fyrir það?
2) Hvað ætti ég að gera núna? Kaupa nýjan skala handa þessum eina sem varð eftir? Eða hafa hann bara einn?
Endilega látið mig vita ef ykkur vantar betri upplýsingar til að geta svarað.