Þannig er nú mál með vexti að ég reyndi að bæta einum Rauðum Oscar í búrið og var þá sá sem fyrir var ásamt öðrum búrfélögum ekki ýkja ánægði með það og var hann ekki látinn í friði og af þeim ástæðum lét ég hann í annað búr í bili. Spurningin er sú gæti bætt þá kannski einhverju öðru í búrið sem væri þá stærra eða álíka stórt í búrið eins og Clown Knife eða Walking Catfish ( WC ). Kannski er best að taka það strax fram að Oscarinn sem ég fékk er minni en eldri Oscarinn sem er fyrir og eru nokkrir eins Jack Dempsey, Midas og Temporalis stærri en hann. Vildi gjarnan bæta einum fiski við í búrið og þá reyna að skipta á Óskarinum og einhverjum öðrum fisk sem gæti haft eitthvað í þessa durga ef ég fengi þá fisk sem væri ögn stærri eða grimmari.
-----------------------------------------------------------------------------
Í Búrinu er 2x JD 2x Convict 1x Green Terror 1x Green Texas 1x temporalis 1x Midas 1x Oscar 3x Brúskar. Það gæti þá vel hugsast að maður mundi þá fækka um Green Terror og Green Texas til að byrja með.
------------------------------------------------------------------------------
Allar athugasemdir og ráð eru vel þeginn.
Smæa spurning um viðbætur í búrið.
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Ég get ekki sagt að það sé eða hafi verið mikið bögg þegar ég hef bætt við íbúum eins og Convict sem voru látin í friði og allt mjög friðsælt þar á milli. Ég vill frekar þá reyna að skipta á honum og WC og Óskarinn fái að dafna þá hjá einhverju öðrum enda fallegur fiskur á að líta. Spurning um þá að fara með í einhverja verslunina á mánudaginn eða einhverjir spjallverjar hafi ef til vil wc undir hondunum sem þeir væru þá til að skipta á og Óskari. Mundi Giska að Óskarinn sé 10cm Topps.