Fárveikur gullfiskur

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Fárveikur gullfiskur

Post by bryndis »

Jæja, nú er ég að senda fyrir litlu systur mína.

Hún er búin að eiga einn slörfisk í að verða 2 ár. Hann hefur alltaf verið með sundmaga og vesen, en við höfum alltaf náð að hressa hann við, og halda honum á lífi. Núna er hann alveg við það að drepast. Systir mín hefur ekki í sér að sturta honum í klósettið, þó það væri endir á þjáningunni hjá greyinu eftir allan þennan tíma, og hún vill endilega gera e-ð fyrir hann.

Einkenni: Sundmaginn virðist ekki vera að hrjá hann núna, heldur liggur hann bara á botninum á hlið. Er eiginlega alveg dauður, en þegar maður pikkar í hann eða e-ð, þá hreyfir hann sig smá.. Ég sé engin frekari einkenni.

Ég læt fylgja tvær myndir, en vil taka fram að þessir hvítu blettir sem sjást á myndunum er bara sandurinn. Ég athugaði það sérstaklega, setti hann í annaðbúr og "skolaði" hann smá :) Ég s.s. setti hann í gær í sér búr, og bætti við sera baktopur direct (1/4 af töflu því þetta eru bara um 5l búr), svo í morgunn skipti ég út svona 60% af vatninu. Get ég gert e-ð meira? eða á ég bara að bíða þangað til hann hættir að hreyfa sig og sturta honum niður?

Image

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hver er líftími svona fiska?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

getur líka blóðgað hann og ent þjáningar hans :wink: eða prófað að setja salt í búrið og halda í vonina
Minn fiskur étur þinn fisk!
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Það er góð spurning.. Hvað heita slæðusporðar á ensku? Bara svo ég geti nú googlað e-ð að ráði :)
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

veiltail
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

það lítur út fyrir að það sé bara sama og hjá gullfiskum? alveg þónokkur ár..
spawn
Posts: 131
Joined: 27 Sep 2008, 18:00
Location: Vesturland undir Grábrók

Post by spawn »

það er bara spurning um hvort þið viljið sögusagnir eða raun aldur!

sögusagnir um aldur og stærð eru misjafnar og fara eftir frá hvaða héraði í kína fiskurinn er. en hér er sú besta. "vitað er um fisk sem var orðin um 120 ára (sem ég trúi ekki) og um 1 meter eða meira (sem ég trúi ekki heldur) og 50 kg (yeah right) uppruni yang ze (held að það sé skrifað svona).

hin er að það var fiskur sem náði um 60 ára aldur (frekar trúlegra en sú fyrri) og verið um 60 cm (sem er líklegra) og einhver 5 kg (hljómar betur ekki sagt?)

í raun er ekki hægt að segja til um hvað gullfiskar verða gamlir það er þeir geta drepist fljótlega eftir að það er búið að kaupa þá eða með góðu móti (og búri) orðið um 15-20 ára, 10 - 20 cm langur en ég man ekki hvar ég las hvað hann verður þungur.

ég ætla ekki að staðhæfa fyrir að þetta sé rétt.

það er að mig minnir að gullfiskar séu einhvað viðkvæmir fyrir sundmagaveiki (samt ekki viss) en með veikleika í fiskum þá er það sama og í manninum. allir eru með einhverja veiki bara spurning hvort og hvenær hún kemur og hversu alvarlegt það er.
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

já, ég hef heyrt að þessi hringlóttu slörfiskar séu með frekar óskemmtilegan sundmaga, og oft á hvolfi og vesen... þessi fiskur var búinn að vera í tómu tjóni alveg frá fyrsta degi.. Mér þykir litla systir mín eiginlega bara mjög góð að hafa haldið lífi í honum svona lengi. VIð settum hann í annað búr, gáfum honum sera baktopur direct. Svo eftir c.a. 1-2 daga skiptum við um svona 50% vatn.. en hann borðaði ekkert allan tímann og á endanum drapst hann.. Sem var eiginlega smá léttir... mjög ljótur og leiðinlegur fiskur verð ég að segja.. :S :)
Dýragardurinn
Posts: 143
Joined: 11 Dec 2006, 16:29
Location: Dýragarðurinn

Post by Dýragardurinn »

Meðalaldur Gullfiska er um 30ár ef vel er hugsað um þá.

Koiar geta aftur um moti hælega orðið hálfrar aldrar gamlir. Vitað er um nokkur staðfest atvik með koi sem hafa orðið yfir áttræðir.

Með sundmagan þá flutti Dýraríkið inn töflur sem hétu Baktotabs sem virkar best á sundmagaveiki.

'a annarri myndinni sýndist mér tálknlokin vera aðeins opin, getur það verið rétt?
Tálknlokurnar eiga leggjast alveg við hausin í öndun.

Ef tálknlokin lokast ekki þá er mjög trúlega með gill flukes eða gyrodactylius (minnir að það sé skrifað svona). Hægt er að kaupa lyf við þessum sýkingum í öllum gæludýraverslunum.

Annars sýnist mér hann vera komin mjög langt í að drepast, þykir leitt að segja en það er hæpið að hann nái sér.
Dýragarðurinn
Síðumúla 10
108 Reykjavík
S:517-6525
dyragardurinn@dyragardurinn.is
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

bryndis wrote:.. en hann borðaði ekkert allan tímann og á endanum drapst hann..
Já, hann lifði ekki lengi svona greyið.. Ég reyndar tók ekki eftir þessu með táknin? Sá meiraðsegja engin áberandi einkenni á honum.. Hinir fiskarnir í búrinu eru samt í fullu fjöri, svo þetta hefur sem betur fer ekki verið neitt smitandi :)
Post Reply