aðeins varðandi munnklekjara

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Mermaid
Posts: 94
Joined: 10 Nov 2007, 21:07
Location: Reykjavík

aðeins varðandi munnklekjara

Post by Mermaid »

Hæhæ

Ég er með eina kellu (johanii) og tvö splúnku ný seiði í 60L búri.

Þetta er í fyrsta skipti sem hún hefur verið með egg og ég hef ekkert séð nema þessi tvö seiði. Hefur hún étið hin seiðin kannski, eða getur hún verið með fleirri uppí sér ?

Er eitthvað sem mælir á móti því að ég setji kallinn í búrið til þeirra?
Halda þau áfram að fjölga sér fljótlega ?

Kv Magga
There is something fishy going on!
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Kerla gæti enn verið með seiði upp í sér eða hafa étið restina, best er að taka hana frá strax eftir að hún sleppir eða strippa hana og taka svo frá.
Anars ættir þú að fara með þessa fiska aftur í búðina og fáðu eitthvað sem passar í búrið eða skelltu þér á mun stærra búr.
Hvar er karlinn núna ?
Þessir fiskar para sig ekki og karlinn drepur sennilega kerluna í svona litlu búri.
Mermaid
Posts: 94
Joined: 10 Nov 2007, 21:07
Location: Reykjavík

Post by Mermaid »

Það passaði að hún var með fleirri uppí sér því ég sá amk 4 í morgun.
Kallinn er í 325L búrinu, kellan var þar líka þangað til að ég sá að hún var
með munnfylli af eggjum.
There is something fishy going on!
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Post by Gremlin »

Ég myndi fara að ráðum Vargs og strippa kerluna og setja hana svo aftur yfir í 325L búrið. Ég var með Johanni í 2 ár og ég sá að ef ég tók ekki kerluna frá í sér búr og strippaði hana þá komust kannski 6-10 seiði upp af svona rúmlega 30 því kerlan át þau flest og eflaust fleiri íbúar búrsins.
--------------------------
Ef þú ert í þeim hugleiðingum að rækta Johanni þá myndi ég leyfa kerlu bara vera í 325L Búrinu og hafa bara nóg af felustöðum og leyfa nátturulögmálinu að ráða. Það komast alltaf einhver seiði upp í stærra búrinu og munu eflaust vegna vel.
--------------------------
Ég strippaði eina kerluna tvisvar en eftir leyfði ég bara kerluni að sleppa seiðunum í búrið og ég fékk alltaf 6-10 seiði sem komust upp en annað var étið og þau 6-10 seiði urðu bara af íbúum búrsins þangað til þau voru komin í sölustærð og ég gat greint kk frá kvk þá læt ég þau alltaf fara fyrir Klink eða fór með þau í dýrabúð og gat skipt þeim upp í fiskamat.
Post Reply