Hvar ætlarðu að hafa dæluna? Ætlarðu að hafa hana efst, eða í botninum á baksumpinum? Og slöngu uppí dreifihausnin sem er þarna uppi?
Ef bakið er alveg vatnsþétt, þá ertu í raun búinn að búa til sump þarna bakvið, og öll uppgufun kemur fram í honum, ekki búrinu sjálfu (jeij, stöðugt vatnsyfirborð!). Þá þarftu væntanlega að hafa dæluna sem lægst svo þú þurfir ekki stanslaust að bæta vatni í búrið svo dælan dragi ekki loft.
Correct me if I'm wrong, bara pælingar
+
Mig dauðlangar að gera mér svona núna, held ég myndi hinsvegar sleppa bakinu, lítur út fyrir að vera smá auka viðhald og lélegt aðgengi. Frekar búa bara til einhvern sump/refugium undir búrinu. Bora 2 göt í ca mitt búrið, vera með pvc yfirfall og einhvern svona dreifihaus (hydor flo?) á returninu og allar lagnir og tæki falin, og búrið jafnvel skoðanlegt frá öllum hliðum. Gæti keypt mér skimmer og svona seinna bara ef maður sæi fram á að vanta það... Nei andskotinn, nú þarf ég að hætta að pæla í þessu - kreppa og ég orðinn grænn af fiskabúrapælingum!