Hvítblettaveiki eða ???

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Duskur
Posts: 28
Joined: 07 Jun 2008, 23:51

Hvítblettaveiki eða ???

Post by Duskur »

Fiskarnir í einu búrinu mínu eru að drepast, það er eitthvað hvítt á sporði, uggum og við munn. Setti lyf í búrið í gær og svo búin að skipta tvisvar um vatn í dag og salta. Hvað fleira get ég gert?
User avatar
Hanna
Posts: 478
Joined: 10 Feb 2008, 16:55
Location: Álaborg Danmörk

Post by Hanna »

hækka hitann um sona 2-3 gráður
What did God say after creating man?
I can do so much better
Duskur
Posts: 28
Joined: 07 Jun 2008, 23:51

Post by Duskur »

Er með ca 27-28 gráðu heitt vatnið í búrinu.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

þú verður að passa að sum lyf+salt,. eru ekki góð saman. prófaðu að setja hitan í 29 gráður. mig mynnir að hitinn drepi bakteríurnar
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Jss
Posts: 17
Joined: 12 Aug 2008, 15:10

Post by Jss »

Lindared wrote:mig mynnir að hitinn drepi bakteríurnar
Hitinn flýtir víst fyrir að hvítblettaveikin gangi yfir, drepur bakteríurnar kannski ekki en ættir að losna fyrr við þetta fyrr. (birt án ábyrgðar)
Jóhann
Duskur
Posts: 28
Joined: 07 Jun 2008, 23:51

Post by Duskur »

Nú er ekki neitt hvítt á fiskunum sjálfum, bara uggum sporði og við munn, er hvítblettaveikin þannig ?
Ég skipti um ca 60 prósent vatn í morgun og búin að hækka hitann, saltaði ekki í morgun. Allar tetrurnar mínar dánar og tigrisbörbunum fækkar óhuggulega.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hvítblettaveiki leynir sér ekki, fiskarnir líta út eins og þeir hafi verið sykraðir.
Image
Oskar með hvítblettaveiki.

Ef fiskarnir eru með stærri hvíta flekki þá er þetta líklega fungus.
Post Reply