Er núna búinn að vera með fiska í 60 lítra búri í 2 mánuði. Allt gengur vel en í fyrradag tók ég eftir því að flestir fiskarnir eru farnir að hanga alveg efst í búrinu. Hef tvisvar skipt um 20 % af vatninu en ekkert gerist.
Þetta eru Gúbbýar, neontetrur, hockeytetrur, rasbora og sae.
hugsanlega súrefnisskortur í vatninu. fiskar hanga oft upp við vatnsyfirborðið ef þeim finnst vanta loft í vatnið og eru þá í því að gleypa loft til að vinna á móti súrefnisleysinu.
er ekki nóg hreyfing á vatninu?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
ég er með eitt 60L og ég skipti mjög reglulega um vatn, eða á 4ra daga fresti, helst. í litlum búrum safnast mjög fljótt upp ýmisskonar eiturefni, rotnandi matarleyfar og kúkur t.d. sem er mjög slæmt fyrir fiskana. myndi skipta um 40% vatn á allavega viku fresti.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L