Furðuleg hegðun ?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Urriði
Posts: 78
Joined: 10 Oct 2008, 15:30
Location: Rvk

Furðuleg hegðun ?

Post by Urriði »

Er núna búinn að vera með fiska í 60 lítra búri í 2 mánuði. Allt gengur vel en í fyrradag tók ég eftir því að flestir fiskarnir eru farnir að hanga alveg efst í búrinu. Hef tvisvar skipt um 20 % af vatninu en ekkert gerist.

Þetta eru Gúbbýar, neontetrur, hockeytetrur, rasbora og sae.

Hvað get ég gert til að fá þá til að synda um ?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

hugsanlega súrefnisskortur í vatninu. fiskar hanga oft upp við vatnsyfirborðið ef þeim finnst vanta loft í vatnið og eru þá í því að gleypa loft til að vinna á móti súrefnisleysinu.
er ekki nóg hreyfing á vatninu?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Myndi skipta mikið oftar um vatn, 2x síðustu 2 mánuði er ekki nóg.

Myndi skipta um ca. á 7-10 daga fresti um ca. 20-50%

Ertu með loft dælu?
Urriði
Posts: 78
Joined: 10 Oct 2008, 15:30
Location: Rvk

Post by Urriði »

Já það gæti vel verið. Ancisturnar eru líka að skjótast upp að ná í loftbólur.

Snéri útfallinu á dælunni aðeins þannig að núna er meiri hringstraumur í búrinu. Vonandi virkar það .
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ég er með eitt 60L og ég skipti mjög reglulega um vatn, eða á 4ra daga fresti, helst. í litlum búrum safnast mjög fljótt upp ýmisskonar eiturefni, rotnandi matarleyfar og kúkur t.d. sem er mjög slæmt fyrir fiskana. myndi skipta um 40% vatn á allavega viku fresti.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Urriði
Posts: 78
Joined: 10 Oct 2008, 15:30
Location: Rvk

Post by Urriði »

Brynja wrote:Myndi skipta mikið oftar um vatn, 2x síðustu 2 mánuði er ekki nóg.

Myndi skipta um ca. á 7-10 daga fresti um ca. 20-50%

Ertu með loft dælu?
Ég er búinn að skipta um 20 % tvisvar a tveimur dögum.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

snúa dælunni líka þannig að vatnið gárist, að yfirborðið hreifist
Urriði
Posts: 78
Joined: 10 Oct 2008, 15:30
Location: Rvk

Post by Urriði »

Allt er komið í gott ástand eftir að ég snéri dælunni.
Þakka skjót og góð viðbrögð.
Post Reply