rífa allt upp úr dælunni, filterana og millispjaldið, og veiða kvikindið uppúr, lennti í þessu með ancistrur, endaði reyndar á því að láta þær eiga sig og þær skiluðu sér aftur. Verra ef maður er að þrífa filterinn þá geta þeir lent undir körfunni festst þar. Passa það núna að taka ekki rörið úr dælunni þegar ég geri þrif fyrr en að vatnsyfirborðið er neðan við opið, ancistrurnar eru ferlegar með að skríða inn í göt!
Ég stórefa að fiskarnir séu fastir í dælunni. Prófaðu að gefa lyktar sterkan mat s.s rækju bita í búrið, sjáðu hvort að þeir skríði ekki uppúr dælu hólfinu. Ef það gengur ekki bíddu bara róleg..þeir skila sér uppúr yfir í búrið.
p.s Þetta er þekkt "vandamál" með þessa fiska í juwel búrum.
Settu eitthvað ofaná opið, t.d glerplötu eða geisladiska hulstur til að sporna við að þetta komi fyrir aftur. Gangi þér vel
Þú þarft að setja eitthvað þungt ofaná hulstrið, t.d flatan stein.
Það er kannski spurning að bæta við fleiri felustöðum handa fiskunum svo að þeir geti farið í hvarf.
Já það væri kannski sniðugast að fá bara felustaði, það eru engir staðir eins og er því ég á ekkert
Þannig það er kannski ekki furða að þau hafi farið í dæluna
Vitið þið um eitthvað, bara svona sem maður á yfirleitt heima hjá sér sem ég gæti notað þangað til ég fæ betri staði fyrir þau?
Var það ekki í lagi?
Þetta verður nú samt bara bráðabirgða staðir fram að mánaðarmótum þá ætla ég að kaupa hella, skraut og gróður
Er kannski í lagi að hafa Exo-terra hellana í fiskabúr?
Væri svolítið þægilegt og flott.
ég var reyndar bara að prófa plastflöskuna fyrir black ghost, sjá hvort hann myndi nýta sér það sem felustað en hann gerði það reyndar aldrei og ég tók hana fljótlega.
en jújú það var í góðu lagi annars, ég myndi annars bara fara í göngutúr í hafnarfirðinum og taka nokkra góða steina með þér heim og raða í búrið.
Það væri nú ekki vitlaust að finna steina.
Er nauðsynlegt að sjóða þá?
Ég hef aldrei tekið steina úti og sett í búr.
En set ég þá bara í pott með vatni og sýð í smá stund?
ég hef tekið slatta af steinum úr nágrenninu þegar ég var í norðurbænum og skolaði þá bara í sturtubotninum, það ætti að vera alveg nóg ef þeir koma frá frekar óspilltu svæði, ekki við götur t.d.
Takk fyrir þetta Andri
Kannski ég fari bara að leita að flottum steinum, nema í eigi einhverja
En ég hef rosalega mikinn áhuga á Exo-terra hellunum, þeir eru svo flottir.
Veistu hvort þeir séu safe í fiskabúr?