Ropefish fastir í Juwel dælu!!

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Ropefish fastir í Juwel dælu!!

Post by Karen »

Titillinn segir allt.
Getur einhver sagt mér hvað ég get gert til að ná þeim úr dælunni!! :|
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ég myndi prufa aðferðina hans pípó
pípó wrote:Sýni þeim bláa af og til :lol:
En hvernig væri að tæma filterkassan og veiða fiskinn upp með háf ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

rífa allt upp úr dælunni, filterana og millispjaldið, og veiða kvikindið uppúr, lennti í þessu með ancistrur, endaði reyndar á því að láta þær eiga sig og þær skiluðu sér aftur. Verra ef maður er að þrífa filterinn þá geta þeir lent undir körfunni festst þar. Passa það núna að taka ekki rörið úr dælunni þegar ég geri þrif fyrr en að vatnsyfirborðið er neðan við opið, ancistrurnar eru ferlegar með að skríða inn í göt!
Fiskurinn
Posts: 271
Joined: 11 Jun 2007, 12:37

Post by Fiskurinn »

Ég stórefa að fiskarnir séu fastir í dælunni. Prófaðu að gefa lyktar sterkan mat s.s rækju bita í búrið, sjáðu hvort að þeir skríði ekki uppúr dælu hólfinu. Ef það gengur ekki bíddu bara róleg..þeir skila sér uppúr yfir í búrið.

p.s Þetta er þekkt "vandamál" með þessa fiska í juwel búrum.
Settu eitthvað ofaná opið, t.d glerplötu eða geisladiska hulstur til að sporna við að þetta komi fyrir aftur. Gangi þér vel :wink:
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

mínir gerðu þetta í 180L juwel hjá mér, þeir komu á endanum upp... lokkaði þá einmitt upp með mat
-Andri
695-4495

Image
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Þakka öllum fyrir góð svör :D
Ég náði þeim upp úr á endanum með því að taka allt úr dælunni og veiða með 2 háfum :lol:
Lokaði svo fyrir með geisladiskahulstri :wink:

Endaði líka með því að þrífa filterana :wink:
Fiskurinn
Posts: 271
Joined: 11 Jun 2007, 12:37

Post by Fiskurinn »

Þú þarft að setja eitthvað þungt ofaná hulstrið, t.d flatan stein.
Það er kannski spurning að bæta við fleiri felustöðum handa fiskunum svo að þeir geti farið í hvarf.
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Já það væri kannski sniðugast að fá bara felustaði, það eru engir staðir eins og er því ég á ekkert :?
Þannig það er kannski ekki furða að þau hafi farið í dæluna :roll:
Vitið þið um eitthvað, bara svona sem maður á yfirleitt heima hjá sér sem ég gæti notað þangað til ég fæ betri staði fyrir þau?
Fiskurinn
Posts: 271
Joined: 11 Jun 2007, 12:37

Post by Fiskurinn »

Svona til bráðarbirgða, prufaðu hálfniðurgrafinn (í sandinn) glerjaðann kaffibolla eða jafnvel sultukrukku,
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

litla blómapotta... könnur, steina úr garðinum (bara skola vel)
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Ok, en ég fann hérna litla áldollu sem var notuð undir súkkulaði (í bréfum), gæti það ekki gengið?
Fiskurinn
Posts: 271
Joined: 11 Jun 2007, 12:37

Post by Fiskurinn »

Ekki ál. best er að nota leir eða keramik.
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Ok, ég skellti þá bara tveim bollum í búrið :wink:
Takk kærlega fyrir svörin þið öll :D
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Coka Cola flösku.félagi minn var með svoleiðis fyrir sina þeir dýrkuðu það
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Sniðugt!
Hvernig er það með þessar flöskur, þarf að skera stútinn af?
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

coca cola glerflösku. ekkert að skéra :P
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Ok, það er nú sjaldan til á þessu heimili :oops:
Er ekki hægt að nota plast flösku?
Þarf þá að skera stútinn af?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég prófaði einhverntíma 0.5l flösku, skar aðeins af stútinum og tók hana líka í tvennt alla leið niður.
-Andri
695-4495

Image
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Var það ekki í lagi?
Þetta verður nú samt bara bráðabirgða staðir fram að mánaðarmótum þá ætla ég að kaupa hella, skraut og gróður :wink:
Er kannski í lagi að hafa Exo-terra hellana í fiskabúr?
Væri svolítið þægilegt og flott.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég var reyndar bara að prófa plastflöskuna fyrir black ghost, sjá hvort hann myndi nýta sér það sem felustað en hann gerði það reyndar aldrei og ég tók hana fljótlega.

en jújú það var í góðu lagi annars, ég myndi annars bara fara í göngutúr í hafnarfirðinum og taka nokkra góða steina með þér heim og raða í búrið.
-Andri
695-4495

Image
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Það væri nú ekki vitlaust að finna steina.
Er nauðsynlegt að sjóða þá?
Ég hef aldrei tekið steina úti og sett í búr. :roll:
En set ég þá bara í pott með vatni og sýð í smá stund?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég hef tekið slatta af steinum úr nágrenninu þegar ég var í norðurbænum og skolaði þá bara í sturtubotninum, það ætti að vera alveg nóg ef þeir koma frá frekar óspilltu svæði, ekki við götur t.d.
-Andri
695-4495

Image
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Takk fyrir þetta Andri :D
Kannski ég fari bara að leita að flottum steinum, nema í eigi einhverja :roll:
En ég hef rosalega mikinn áhuga á Exo-terra hellunum, þeir eru svo flottir.
Veistu hvort þeir séu safe í fiskabúr?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Þeir eru alveg fínir í fiskabúr, hef prófað þetta og fiskarnir elska þetta alveg :-)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Ok, flott mál :-)
Post Reply