Ég keypti mér tvo Ropefish á Skrautfiskafundinum í Fiskó, og ég er að deyja úr ánægju, nema það að þeir fóru ofan í dæluna og neituðu hreinlega að koma upp úr
Miðað við frábæran þráð sem Andri Pogo gerði, þá sýnist mér ég vera með karl og kerlu.
Karlinn er í kringum 24cm og kerlan ca 20cm.
Og hér koma tvennar myndir af þeim [Þær eru svolítið úr fókus]
Ég þakka
Þegar ég kom heim úr vinnunni var kellan aftur farin ofan í dæluna, og þá ákvað ég að skella þeim í 85L búrið.
Þá byrjuðu leiðindi í kallinum þegar ég reyndi að ná honum í háfinn, svo hann ákvað að stökkva upp úr búrinu því hann var sko ekki á leiðinni í háfinn! Það endaði svo með eltingarleik á gólfinu og greyið allur út í ryki . En þá var komið að því að ná í "Dælu-dvellerinn" (aka kelluna) og það endaði með sömu ósköpum en hún fór á bak við kommóðuna en ég náði henni með háf og skellti henni í búrið með kallinum.
Ég er búin að eiga þessa tegund og þeir áttu það til að hverfa ofani hreinsidæluna oft og mörgu sinnum.
Þeir eru frekar felugjarnir en samt gaman að eiga þá og vekja athygli margra.
Frekar svona ormslegir
Kv
Ólafur
Haha, í sambandi við að vekja athygli þá var vinkona mín svo hrædd við þá að hún öskraði (bókstaflega)
Og mömmu var ekki vel við þá í byrjun en hún fylgist reglulega með þeim