Veik bótía og "englahár"

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Veik bótía og "englahár"

Post by Elloff »

Trúðabótía var komin með stórt sár á síðuna, hún drapst svo við það að ég veiddi hana upp úr. Það var að sjá að það væru pínulitlir hvítir blettir í roðinu á henni. Það er eins og sumir fiskar hjá mér séu með "kláða", sé þetta alltaf af og til og bótían var að láta þannig áður en ég sá að hún var sár og þá var af henni dregið.
Hvað getur þetta verið og hvað er til ráða?

Annað sem er í gangi hjá mér eru fínir þræðir(slý), minna á englahár fyrir þá sem muna eftir slíku, þetta sest á gróðurinn hjá mér og fljótandi gróðurleifar festast í þessu, þetta er áberandi á javamosanum en þetta festir sig líka við annan gróður og lengstu taumarnir eru 15-20 cm. Kannist þið við þetta og er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

gott að segja frá hvaða fiska þú ert með í búrinu og hvað búrið er stórt og hvað oft þú skiptir um vatn og hvað skiptiru um mikið?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Post by Elloff »

Búrið er 250 l., vikuleg vatnsskipti upp á 30-40%.
Íbúar:
11 Kardínálar
6 zebra danio
2 sverðdr. + 2 platty
3 Gúbbý
2 Ancistrur
2 randabótiur
4 Aphistogramma sikl.
2 Fiðrildasikl.
1 trúðabótía(látin)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

getur verið að þu sert að gefa of mikið? það er eitthvað að vatnsgæðunum ef fiskarnir eru að klóra sér. myndi skipta um meira vatn í hvert sinn, 50%.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Post by Elloff »

Efast um að ég gefi of mikið, ég mældi vatnið með tetra test og allir parametrar í lagi, of mikil gjöf ætti varla að orsaka það sem henti bótíuna mína.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta bendir til lélegra vatnsskilyrða. Væntanlega útaf óhóflegri gjöf þar sem þú skiptir um þetta mikið af vatni. Það kemur reyndar líka til greina að þetta sé útaf skítugri dælu eða möl, þar sem úrgangsefnin geta safnast saman. Hvað er búrið búið að vera í gangi lengi?

Bótíur eru reyndar hreisturslausar og sérstaklega viðkvæmar fyrir hvítblettaveiki, en hinir fiskarnir eru líklega líka með þetta fyrst þeir eru að klóra sér.

50% vatnsskipti og 500gr af kötlusalti ættu að hjálpa til að koma þessu í lag. Svo er það bara að spurning um að koma í veg fyrir að þetta komi aftur fyrir, og þá líklega með breytingu á fóðurgjöf og/eða tíðari vatnsskiptum
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hvernig dælubúnaður er í búrinu ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Post by Elloff »

Búrið er síðan í byrjun maí sl.
Dælan er Tetra Tec 500 minnir mig, tunnudæla, þríf hana mánaðarlega.

Reyndar er stundum brák á yfirborðinu hjá mér, bendir það til of mikillar fóðurgjafar?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Okei, svona olíu brák kemur oft undan fóðrinu þannig að ég myndi prufa að gefa minna og sjá hvað setur

Fiskar þurfa ekkert mikið til þess að lifa af :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

[quote="Elloff"]Búrið er síðan í byrjun maí sl.
Dælan er Tetra Tec 500 minnir mig, tunnudæla, þríf hana mánaðarlega.
quote]

Ef þú þrífur dæluna mánaðarlega þá gæti það orsakað lélegt vatn í búrinu
mældir þú ammoniu og nitrit ?

grunar að þú þekkir ekki nitrogen hringinn
lestu þetta
http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/ver ... gurinn.htm
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Það er ekkert að því að þrífa tunnudæluna mánaðarlega svo lengi sem maður lætur keramik og bio boltana sem eru í tetra tec dælunum alveg í friði

Má þrífa þær vikulega ef maður nennir og það mun ekki hafa nein áhrif
Kv. Jökull
Dyralif.is
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Squinchy wrote:Það er ekkert að því að þrífa tunnudæluna mánaðarlega svo lengi sem maður lætur keramik og bio boltana sem eru í tetra tec dælunum alveg í friði

Má þrífa þær vikulega ef maður nennir og það mun ekki hafa nein áhrif
http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/ver ... gurinn.htm
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ég stend við mín fyrri orð, hefur engin áhrif að þrífa dæluna oft svo lengi sem Mio media er ekki þrifin
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

en ertu þá nokkuð að þrífa dæluna ef þú þrífur ekki efnið í henni :)
ég skipti reglulega um hvíta filtið í mínum dælum en ég kalla það ekki að þrífa dæluna.
-Andri
695-4495

Image
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Squinchy wrote:Ég stend við mín fyrri orð, hefur engin áhrif að þrífa dæluna oft svo lengi sem Mio media er ekki þrifin

endilega þrífðu dæluna þína daglega og láttu smyrja hjá þér bílinn annan hvern dag því það er hægt en samt tóm vitleysa he he

Elloff sagðist þrífa dæluna mánaðarlega
byrjendur þrífa dælur mjög vel eins og við vitum sem höfum starfað við þetta og þar með drepa þeir flóruna sem var í dælunni
þannig að ég sendi inn link þar sem útskýrt er hvernig þetta virkar
dælan er ekki vandamálið í þessu tilfelli heldur frekar offóðrun og léleg vatnsskifti þótt hann þrífi dæluna daglega þá er hitt vandamálið sem þarf að laga og þegar það er komið í lag ætti ekki að þurfa að eiga við dæluna í 250 ltr búri með smáfiskum nema einstaka sinnum
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Andri Jú auðvitað þrífur maður dæluna ef maður tekur svampana og hreinsar þá vel, þú veist það að svamparnir flokkast ekki undir Bio medíu ?

Afhverju ættir þú að kalla það að þrífa dæluna þegar þú ert að skipta einhverju út ? þegar þú ert jú að skipta einhverju út en ekki að taka hana í sundur og skrúbba rótorinn og filtersvampana ?...

Þar með er það allt í lagi að þrífa dæluna vikulega ef maður lætur bio medíuuna vera eins og ég sagði, svo bætir það líftíma rótors töluvert að hafa hann hreinan.
endilega þrífðu dæluna þína daglega og láttu smyrja hjá þér bílinn annan hvern dag því það er hægt en samt tóm vitleysa he he
Hver var að tala um daglega ?, vinsamlegast ekki koma með svona rugl svar sem drepur heilasellur þess sem les það

Tunnudæla Bíll Tunnudæla Bíll, sé ekki samlíkinguna :?
Last edited by Squinchy on 20 Oct 2008, 20:30, edited 2 times in total.
Kv. Jökull
Dyralif.is
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Fyrirgefðu að ég skildi drepa í þér heilasellur
vona samt að einhverjar séu eftir og stofninn nái að vaxa

síðan er kannski rétt að ég fái ráð hjá þér með svampana hjá mér í juwel filternum þar sem hann samanstendur eingöngu af svömpum
hvernig á ég að fá bio filteringu í búrið því samkvæmt þér þá flokkast ekki svampar undir bio media
er þá engin bio filtering í búrinu ?
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Fyrst og fremst er juwel filterinn rusl að mínu mati og öðrulagi þá er hann ekki tunnudæla sem þíðir það að það sem gildir fyrir tunnudæluna gildir ekki fyrir juwel filterinn er það nokkuð ?

En með juwel filterinn þá gildir það sem þú segir að þrífa hann ekki of oft því þá drepur maður stórann part af bakteríunni sem er í filternum,r nema að tunnudæla sem hefur auka bio medíu (Keramic hringir, bio boltar eða eitthvað álíka) er tengd við búrið, þá má þrífa juwel dæluna að vild

Mæli með því að losa sig við nokkra af þessum svömpum, fá þér filter mediu net og setja bio bolta í filterinn

auðvitað er bio filtering í vatninu og finnst mér ótrúlegt að maður með þína "Reynslu í bransanum" skuli spyrja svona kjánalegar spurningar

Svampur flokkast ekki undir bio filteringar hlut þar sem hann á að vera hreinsaður reglulega þannig að hann væri frekar flokkaður undir "Tímabundin bio filtering", Þar sem hann er á endanum skolaður og flestar bakteríurnar burt með því ferli

En Bio filteringar hlutir eins og Bio boltar, keramic og fleira er hannað til þess að safna utan á sig bakteríum sem á ekki að kola í burtu, og þegar þeir verða of skítugir er best að taka 1/4 úr og setja 1/4 nýtt í stað þess

Hinn skítugi 1/4 er síða hreinsaður og honum skipt út fyrir 1/4 af skítugum við næstu eða þar næstu þrif
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

bara smá athugasemd... það er hægt að fá körfu með keramikkúlum fyrir juweldæluna.....
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Já blessaður
mín reynsla í bransanum er fyrst og fremst sú að það er ekki hægt að fullyrða eitt eða neitt
ég hef nokkra reynslu af dælum og þar á meðal juwel og mín reynsla er sú að þeir virka mjög vel
nokkrir svampar eru í dælunni og af mismunandi gerðum
neðstu svampana skola ég á 1-2 ára fresti
næstu skola ég á 6-12 mánaða fresti
ef ég er með nitrit svamp þá skifti ég honum út eftir nokkrar vikur
forsvampinn skola ég reyndar reglulega

Lestu nú
neðstu svamparnir í juwel virka sem bio-media og eru hannaðir til þess
ég hef reynslu úr hundruð búrum að þessar dælur virka
lestu þig til um virknina í þessum dælum hjá óháðum aðilum og talaðu svo við mig

mér þykir leitt að segja þér að svampar eiga ekki allir að vera hreinsaðir reglulega
og ég skal líka segja þér að bio-filteringin í juwel svömpunum verður ekki full af skít eins og oft vill gerast í tunnudælum vegna hönnunar á dælunni
og þess vegna þarf ég ekkert að kíkja á neðasta svampinn á hverju ári

munur á tunnudælu og dælum inn í búrinu er stærðin ekkert annað
sömu reglur gilda fyrir allar vatnsdælur

ekki misskilja mig þó í sambandi við tunnudælur ég á slatta af þeim og eins af öðrum vatnsdælum og hef lítið yfir þeim að kvarta

gaman væri nú að hitta þig og halda þessu spjalli áfram
svo að þeir sem þetta lesa haldi ekki að við séum að verða vitlausir
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Post by Elloff »

Takk fyrir lífleg svör.
Þegar ég segist "þrífa" dæluna þá á ég við að ég skipti um bómulinn, skola svampana, biokúlurnar og keramikið, allt upp úr vatni úr búrinu. Þetta er skv. leiðbeiningum sem fylgja dælunni. Ég skipti reyndar líka um kolin mánaðarlega, var reyndar lengi vel ekki með kol í dælunni en er með þau núna. Á ég semsagt ekki að vera svona duglegur í að taka dæluna?

Ég kem örugglega til með að minnka gjöfina úr þessu, vatnið hjá mér er alltaf kristaltært og ég ryksuga botninn við hver vatnsskipti.

En kannast einhver við þessa slýmyndun sem er í búrinu hjá mér? Ég tek það fram að ég á ekki við þörungavandamál að stríða.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Man ekki eftir líflegri svörum he he
þú virðist þrífa búrið hjá þér betur en flestir samkvæmt upplýsingum
englahárin eru eitthvað sem ég er ekki að átta mig á ef þetta er ekki þörungur svona langt 20 cm man ekki eftir svona löngum fungus

ef þú ert á höfuðborgarsvæðinu þá er bara næsta skref að líta á tankinn hjá þér til að fá úr þessu skorið
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Post by Elloff »

Hvað segirðu Guðmundur, á ég að slaka á í umhirðunni? Þarf ég sem sagt ekki að taka dæluna svona oft?

Tankurinn er á landsbyggðinni eins og eigandinn, þetta er stofustáss þ.a. ég legg svoldið mikið upp úr að þetta líti vel út en vill þó ekki gera það á kostnað fiskanna.

Zebrarnir hafa hryngt í búrið og dvergarnir amk einu sinni en það virðist þó vera að ég haldi ekki dampi í vatnsgæðum þar sem þessir fiskar eru ekki að hrygna svo reglulega.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

250 ltr og litlir fiskar
ef fóðurgjöfin er eðlileg og 30-40% vatnsskifti á viku þá ætti dælan að vera nánast eins og úr kassanum þegar þú tekur hana á mánaðar fresti

er kominn einhver skítur í dæluna þegar þú þrífur hana ?

ertu nokkuð að gefa eitthvað laxeldis fóður eða álíka ?
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Re: Veik bótía og "englahár"

Post by Hrafnkell »

Elloff wrote: Annað sem er í gangi hjá mér eru fínir þræðir(slý), minna á englahár fyrir þá sem muna eftir slíku, þetta sest á gróðurinn hjá mér og fljótandi gróðurleifar festast í þessu, þetta er áberandi á javamosanum en þetta festir sig líka við annan gróður og lengstu taumarnir eru 15-20 cm. Kannist þið við þetta og er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af?
Þetta er einhverslags þörungur.

Finnurðu mynd af þessu fyrirbæri á
http://www.aquariumalgae.blogspot.com/
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

myndi halda að það sé fínt að rökræða þetta hér því fólk lærir helling um filterana á svona rökræðum
Gudmundur wrote:Já blessaður
mín reynsla í bransanum er fyrst og fremst sú að það er ekki hægt að fullyrða eitt eða neitt
ég hef nokkra reynslu af dælum og þar á meðal juwel og mín reynsla er sú að þeir virka mjög vel
nokkrir svampar eru í dælunni og af mismunandi gerðum
neðstu svampana skola ég á 1-2 ára fresti
næstu skola ég á 6-12 mánaða fresti
ef ég er með nitrit svamp þá skifti ég honum út eftir nokkrar vikur
forsvampinn skola ég reyndar reglulega

Lestu nú
neðstu svamparnir í juwel virka sem bio-media og eru hannaðir til þess
ég hef reynslu úr hundruð búrum að þessar dælur virka
lestu þig til um virknina í þessum dælum hjá óháðum aðilum og talaðu svo við mig

mér þykir leitt að segja þér að svampar eiga ekki allir að vera hreinsaðir reglulega
og ég skal líka segja þér að bio-filteringin í juwel svömpunum verður ekki full af skít eins og oft vill gerast í tunnudælum vegna hönnunar á dælunni
og þess vegna þarf ég ekkert að kíkja á neðasta svampinn á hverju ári

munur á tunnudælu og dælum inn í búrinu er stærðin ekkert annað
sömu reglur gilda fyrir allar vatnsdælur

ekki misskilja mig þó í sambandi við tunnudælur ég á slatta af þeim og eins af öðrum vatnsdælum og hef lítið yfir þeim að kvarta

gaman væri nú að hitta þig og halda þessu spjalli áfram
svo að þeir sem þetta lesa haldi ekki að við séum að verða vitlausir
Að mínu mati myndi ég segja að ef þú getur sloppið við það að þrífa neðstu svampana á 1 - 2 ára fresti að þá eru neðstu svamparnir ekki að fá mikið vatnsflæði og þar með ekki að gera mikið gagn, því að eins og í tunnudælum þá myndi drulla safnast neðst í botninn á þessum kassa og á 1 - 2 árum væri sú drulla fljót að fylla kassan, nema þá að filterinn hafi mikinn Framhjá leka (By Pass) og er filterinn þá að henda drullunni út úr filternum og í mölina hjá manni, sem þíðir að maður þarf að hreinsa mölina oftar =
Gudmundur wrote:og ég skal líka segja þér að bio-filteringin í juwel svömpunum verður ekki full af skít eins og oft vill gerast í tunnudælum vegna hönnunar á dælunni
og þess vegna þarf ég ekkert að kíkja á neðasta svampinn á hverju ári
s.s. juwel filterinn er ekki að hreinsa drulluna úr búrinu heldur á að vera Lífrænn hreinsiturn(Bio Tower) sem þarf mikið vatnsflæði til þess að fæða bakteríunar og færa þeim súrefni

þessir neðstu svampar sem eiga að vera sérstaklega fyrir bio medíu geta ekki verið að fá mikið O2 (Þar sem svamparnir eru ekki að safna utan á sig drullu og fyllast ekki = Lítið vantsflæði) ef lítið vatnsflæði er að fara í gegnum þá þrífast bakteríurnar sem þurfa O2 ekki vel í þessum svömpum sem gerir svömpunum ókleift að hýsa bakteríur sem gerir þennan filter nánast tilgangslausan
Gudmundur wrote: munur á tunnudælu og dælum inn í búrinu er stærðin ekkert annað
sömu reglur gilda fyrir allar vatnsdælur
Stærð skiptir miklu máli því að stærri dælan mun hafa meira pláss fyrir filter efni

Er ekki sammála því að sömureglurnar gylda um allar vatnsdælur því flestar eru þær mismunandi upp settar, á meðan ein dæla er sett upp fyrir að taka drullu og er troðin með svömpum sem eiga að filtera burt lausfljótandi drullu, þá þarf að hreinsa svampana reglulega svo dælan stíflist ekki

EnBio filter sem er uppsettur af Ceramic hringjum, bioboltum og öðrum hlutum með stóra yfirborðsfleti þarf ekki að þrífa reglulega þar sem þeir hafa ekki svampa sem grípa lausfljótandi drullu

Blandaður filter sem er samansettur af 1/2 Bio filteringu og hinn 1/2 af svömpum

Þá er filterinn þrifinn reglulega með því að fjarlægja svampana og þrífa þá vel á meðan bio filteringin er ekki þrifin
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hef fengið svona englahár eins og þú talar um, ég minnkaði fóðurgjöfina og þá fór þetta með tímanum

Bætti Fallax humar við á sama tíma en ég sé ekki fyrir mér að hann hafi gert eitthvað við þetta

spurning um að þetta sé bakteríu myndun í mölinni, það er til svipað í saltvatninu sem getur blómstrað upp vegna nítrats, hylur mölina og dreifir sér hratt
Kv. Jökull
Dyralif.is
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Elsku Squinchy
Juwel dælurnar hjá mér virka
mér þykir það leitt fyrir þína hönd

Það er ekki hægt að rökræða það nánar

hvers vegna er það kappsmál hjá þér að skíta yfir þessar dælur ?
ertu innundir hjá einhverri dýrabúð ?

ég hef ekki hag að því að mæla með einu eða neinu ég rek ekki lengur verslun en ég fer að halda að þú sért að vinna við þetta ?

hvers vegna annars ætti þessi umræða sér stað ?
þetta eru ekki rökræður heldur bein árás á framleiðanda sem væri nær að þú værir þá að röfla við eða þá innflytjendann
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Það sama mætti segja um þig og hversu alvarlega þú tekur það að þér ef eitthvað er sagt út á þessar dælur, mætti halda að einhver sem þú þekkir sé að flytja þetta inn

mér finnst þessar dælur ljótar og illa hannaðar og segi það einfaldlega bara ef umræðan kemur upp og þar sem þú komst með spurningu um þetta svaraði ég einfaldlega alveg eins og ég myndi svara spurningu um einhverja annan búnað sem mér líkar illa við
Guðmundur wrote:síðan er kannski rétt að ég fái ráð hjá þér með svampana hjá mér í juwel filternum
Þannig að vinsamlegast ekki vera að reyna setja mig fram sem einhvern krossfara gegn þessum juwel dælum, hef mínar skoðanir gegn þeim og þannig verða þær

Hef ekkert á móti þessum framleiðanda, finnst búrin flott og skáparnir geggjaðir, ljósið/lokið ekki að gera sig og dælan ekki heldur
Kv. Jökull
Dyralif.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég skil ekki hvar Squinchy hefur bitið í sig þessa andúð á Juwel filternum.
Ég vil meina að hönnunin sé snilld og ég kann vel við hvernig þær vinna í mínum búrum.
Dælurnar í minni búrunum geta verið leiðinlegar en Jumbo filterinn gerir ríflega sitt gagn.
Post Reply