Grænt eitthvað

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
kokpoki
Posts: 43
Joined: 26 Apr 2008, 23:34

Grænt eitthvað

Post by kokpoki »

ég var að taka og skipta um vatn í búrinu hjá mér núna í fyrradag (þriðjudag) og það er strax komið svona grænt eitthvað á glerið ... og leggst líka í sandin og í bakgrunnin... þetta er einsog einhver græn drulla

vitiði hvað ég er að tala um ? eef svo er hvernig losna ég við þetta ?

er ekki með neinn lifandi gróður og er 7 fiska í búrinu sem er 160L
spawn
Posts: 131
Joined: 27 Sep 2008, 18:00
Location: Vesturland undir Grábrók

Post by spawn »

þetta gæti verið slí eða hárþörungur. sae eða aðrar sugur ættu að virka, en bíðum eftir öðrum að svara
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Er þetta dökkgræn slikja sem leggst yfir allt?


Eitthvað svipað þessu?
Image
Image

Ef svo, þá er þetta cyanobacteria, sem er í raun ekki þörungur heldur baktería. Það er hægt að kaupa lyf í dýragarðinum (heitir red slime remover) sem drepur þetta á 1-2 dögum. Það er mjög mikilvægt að það séu gerð stór vatnsskipti í búrinu eftir að það er notað og að það sé mikil hreyfing á vatninu.

Þetta kemur upp útaf of miklum úrgangsefnum í vatninu, sem getur verið útaf því að þú ert með of marga fiska í búrinu, gefur of mikið eða skiptir of sjaldan um vatn.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
kokpoki
Posts: 43
Joined: 26 Apr 2008, 23:34

Post by kokpoki »

jámm þetta er mjög svipað þessu... ég hef skipt um ca 50% af vatninu einu sinni í viku... en svo bara alltíeinu byrjaði þetta að koma um daginn...

en ég ætla að prufa að kaupa þetta og athuga hvað gerist

og takk fyrir þetta :)
Post Reply