Hæhæ,
Mig langar í smá viðbót í 160l búrið.. Var að spá í skölum en pabba finnst víst nóg að hafa 4 skala (þetta búr er á ganginum hjá þeim Plássleysi, en þau voru samt mjög sátt).. Svo ég var að spá í einhverju öðru en það sem ég á fyrir, en samt að hafa þá helst frekar litríka eða flotta. Þetta búr er aðallega hugsað sem "skraut" fyrir mömmu og pabba (og ég sé um vinnuna bæta við plöntum, gefa fiskunum, þrífa það, vatnaskipti ofl).
Í búrinu eru: 4x skalar (2 stórir og 2 litlir), 2x bláhákarlar, 3x bótíur (3xtígris og 1x trúða), 1x gibbi ofl...
Mig langar helst í dverg gourami, honey gourami eða e-a gourami sem líta vel út, eru sæmilega stórir en passa samt í 160l búr. Trúðabótíur (félagsskapur fyrir þá sem er fyrir).. Hmm.. Mér dettur ekki mikið í hug akkurat núna, ef þið hafið hugmyndir - endilega pósta þeim
Ef þið eruð að selja, að spá í að selja, eða viljið selja seinna, endilega hafið mig í huga Mér liggur ekkert á, svo þessi þráður má þessvegna alltaf vera opinn (s.s. ekki hætta við að hafa samband þó þessi þráður sé orðin gamall þegar þið rekist á hann)
Óska eftir fiskum
Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli
Fiskar til sölu!
Ég er með guppy fiska til sölu á 100-150 kall stykkið, bæði konur og karlar. Ég er bæði með seiði og fullvaxna fiska. allir mjög flottir og litríkir! Ef þú hefur áhuga hafðu þá samband í gegnum fiskarnir-@hotmail.com