Page 1 of 2

Það er skrímsli í húsinu !

Posted: 25 Sep 2006, 17:49
by Vargur
Ég náði mér í framtíðar "monster" í dag, svokallaðann skóflunef (shovelnose), þetta kvikindi getur orðið um og yfir 1 metri á lengd.

Hér er mynd af skepnunni tekin í dag.
Image

Nokkrar skóflunefja myndir.
Image
Image
Image
Image
Image

Posted: 25 Sep 2006, 18:35
by Gudjon
Magnað, þetta er ekkert smá "monster" í fullri stærð.
Hvað ætli þetta þurfi stórt búr? 1 tonn?
Hvar fékkstu hann og hvað kostaði gripurinn?

Posted: 25 Sep 2006, 19:12
by Vargur
1000 litrar ættu að rétt duga undir svona skepnu í fullri stærð, reyndar eru þessi kvikindi lítið á ferðinni.

Ég fékk hann í fiskabur.is, eina búðin þar sem nánast öruggt er að maður rekst á óhefðbundna fiska.
Verðið er óuppgefið að svo stöddu en er ekki mikið hærra en verð á lítið merkilegum saltvatnsfisk enda verslunin fiskabur.is þekkt fyrir hógværa verðlagningu.

Posted: 26 Sep 2006, 04:59
by Ásta
Getur hann verið með hvaða fiskum sem er?

Posted: 26 Sep 2006, 09:21
by Vargur
sliplips wrote:Getur hann verið með hvaða fiskum sem er?
Hann getur verið með hvaða fiskum sem er en því miður geta fáir ffiskar verið með honum. :D

Posted: 26 Sep 2006, 09:23
by Gudjon
Vargur wrote:
sliplips wrote:Getur hann verið með hvaða fiskum sem er?
Hann getur verið með hvaða fiskum sem er en því miður geta fáir ffiskar verið með honum. :D
Vel orðað. Með hverjum vartu að spá að hafa hann svona í framtíðinni ef einhverjum? það yrði nú skemmtilegra að hafa hann með fleiri fiskum

Posted: 26 Sep 2006, 09:25
by Vargur
Ég er að safna í "stóra" búrið, þar verða sennilega Óskarar og skóflunebbi.

Posted: 26 Sep 2006, 09:53
by Ásta
:P

Posted: 26 Sep 2006, 16:01
by Vargur
Hér er mynd sem ég fann á fiskabur.is og er sennilega af honum skóflunebba mínum.

Image

Posted: 26 Sep 2006, 16:46
by Hrappur
ég þarf eiginlega að breyta um nikk. :)

Posted: 27 Sep 2006, 04:22
by Hólmfríður
Já, þetta er Nebbin þinn :lol:

Mér finnst hann allveg gríðalega flottur ;)...ég man eftir honum í Fiskabur.is þegar að ég var að vinna þar. Gott að einhver sem að hefur vit á fiskum keypti hann, því að þetta er ekki beint byrjendafiskur.

Posted: 04 Oct 2006, 01:47
by Gunnigunnigunn
Skodadi svona fiska fullvaxna a safni i Ahlen i Thyskalandi, OFBODSLEGA miklir fiskar.
Gaman ad sja hvernig gengur med hann.

Gunnar

Posted: 04 Oct 2006, 01:54
by Vargur
Ég er aðeins búinn að vera að fylgjast með honum, hann er yfirleitt alveg hreyfingalaus á daginn en þegar maður slekkur ljósið fer hann strax á stjá og virðist hreinlega bíða eftir því að minni fiskar villist uppí "skófluna".
Ég vona bara að það gerist svo hann fái eitthvað að éta. :?

Posted: 06 Oct 2006, 14:36
by Vargur
Ég setti "skófluna" í sér búr um daginn vegna þess að fyrri búrfélagar voru aðein fyrir að narta í uggana á honum þegar hann lá á botninum.
Hann er alveg að fíla sig núna, það er eins og hann svífi í vatninu þegar liggur hreyfingalaus fyrir ofan botninn.
Ég setti nokkur johannii seyði hjá honum í von um að hann fengi sér eitthvað snakk. Hann virðist ekki ná þeim þannig ég hef fórnað nokkrum Gubby í hann. Þeir eru ekki lengi að hverfa. Stefnan er að ala nokkur convict seyði fyrir hann, 1000 stykki eða svo. :wink:

Posted: 08 Oct 2006, 18:36
by Vargur
"Skóflan" er farin að gæða sér á rækjum þannig nú þarf ég ekki að vera að vesenast með að fóðra hann á lifandi þó það verði í einhverjum mæli í framtíðinni.

Rakst á þessa mynd á MFK., 29" skóflunefur að gæða sér á 19" skóflunef. :o
Image

Posted: 09 Oct 2006, 15:20
by Vargur
Ég bætti einum við í skrímslasafnið áðan, um er að ræða Polypterus senegalus sem er ættaður frá vestur og mið hluta Afríku.
Senegalus getur orðið um 40 cm og jafnvel stærri í náttúrunni.
Sá sem ég er með er um 15 cm að ég held (gleymdi að mæla).

Image

Posted: 09 Oct 2006, 15:40
by Ólafur
Er þetta sá sami og við vorum að horfa á niðri i búð á sunnudaginn?

Posted: 09 Oct 2006, 17:04
by Hólmfríður
nauh ! ...fékkstu þér þennan ;) !

Þessir fiskar eru svo töff finnst mér, mynnir mig á fornaldar kvikindi 8)

Hvað þarf hann stórt búr þessi ?

Posted: 09 Oct 2006, 17:09
by Vargur
Eimitt Ólafur, ég ákvað að láta hann ekki sleppa þar sem þetta var sá síðasti. Ég er orðin mjög heitur fyrir því að safna að mér fiskum sem geta talist frekar óvenjulegir, þe. meðan ég hef pláss fyrir þá.
Það er talað um að fullvaxinn svona fiskur þurfi um 200 l búr.

Posted: 27 Nov 2006, 21:33
by Vargur
Nýjar myndir af Skóflunebba og Senegalus, báðir hafa stækkað mikið og nebbinn er að taka fullorðinslitina.

Image
Image

Posted: 28 Nov 2006, 11:57
by Stephan
rosalegt flottur ,hvað stórt er Skóflunebba orðinn ?

Posted: 28 Nov 2006, 12:27
by Vargur
Skóflunefurinn er orðinn ca. 15-17 cm og senegalus er sennilega að ná 25 cm.

Posted: 04 Dec 2006, 15:28
by Vargur
Enn var að bætast í skrímslasafnið !
Í dag voru það 4 stk Ctenolucius hujeta gar og 2 stk Black ghost hnífafiskar.

Image
Image
Gar.

Posted: 04 Dec 2006, 16:07
by Gudjon
þetta er ekkert smá safn hjá þér

Ég er einmitt að fara að fá mér black ghost um næstu helgi

keyptiru þína í Dýragarðurinn í Síðumúla 10?

Posted: 04 Dec 2006, 16:27
by Vargur
Já, ég keypti bæði Gar og hnífafiskana í Dýragarðinum.
Hér er mynd af hnífafiskum, tekin í búðinni.

Image

Posted: 04 Dec 2006, 17:13
by Hrappur
VÁ ! !

nú verður kallinn að stækka við sig i búrum .
vona að baðkarið sé laust svona til að byrja með .
annars sá ég einn sem leysti pláss vandamál með plastbarnasundlaug , fyllt'ana af skötum

Posted: 04 Dec 2006, 18:16
by Vargur
Ég er ekki með baðkar en sturtubotninn gæti gengið. :)
Reyndar er ég að hugsa um að láta kanski Amerísku haugana fara síðar, veit samt ekki alveg, tími ekki Óskurunum. :? Ætli ég endi ekki á fleiri búrum.

Posted: 04 Dec 2006, 18:25
by Hrappur
varstu búinn að sýna okkur 500 ltr ameríska búrið þitt ?

Posted: 04 Dec 2006, 18:59
by Vargur
Ég er enn að safna innréttingum í 500 l búrið, það fer nú að verða myndahæft.

Image

Posted: 04 Dec 2006, 19:19
by Gudjon
Ekki veistu hvað Black ghost verða stórir?