ljós fyrir fiskabúr

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

ljós fyrir fiskabúr

Post by gudrungd »

vitið þið um ljós fyrir fiskabúr sem standa svona ofan á búrinu?
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Hvað áttu við,svona ofan á búrinu ?
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

kannski eitthvað svona bara ekki svona fancy...
Image
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Er þetta ekki bara svona ljós eins og sett er yfir myndir upp á vegg ?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Arcadia lampar sem eru til í dýraríkinu en þú gætir þurft að selja eitt nýra til að kaupa það ;)

Image

En þó ótrúlega fallegir lampar
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

það er ekki hægt að setja alvöru gróðurperur í svoleiðis, eða hvað?!

squincy, þetta var akkúrat það sem ég var að spá..... vil helst eiga bæði nýrun ef eitthvað að börnunum mínu þyrftu svoleiðis! :shock:
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

ég er búin að finna það sem mig langar í....... það er alltaf gaman að láta sig dreyma....

Image
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hehe já það má alltaf láta sig dreyma :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Post by Gremlin »

Er ekki Fiskó með einhver svona ljós. Sá allaveganna eitthvað svipað þar um daginn.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

gudrungd wrote:ég er búin að finna það sem mig langar í....... það er alltaf gaman að láta sig dreyma....

Image
Fiskabúrið verður þá gott rakatæki fyrir stofuna i leiðini þvi það er engin smá uppgufun á 28 gráðu heitu vatni :D
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

hafði ekki hugsað mér þetta á 180 lítrana heldur lítið gróðurbúr! :) var líka að spá með svona myndaljós, en veit ekki með gróðurperur fyrir svoleiðis
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Það eru til allskonar myndaljós í ikea með stæði fyrir allskonar perur.. Veit reyndar ekki hvernig þessar gróðurperur eru, getur vel verið að það sé e-ð spes sem ekki er til í ikea :)
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Það er eiginlega ekkert til af þessu hérlendis, jú arcadia á uppsprengdu verði í dýró, þessi ljós eru nú ekki hæst á gæðalistanum þó þetta sé alls ekkert drasl, kanski svona Fiat quality í bílaheiminum.
Best að bíða eftir betri gjaldeyrisdögum, hvað sem það tekjur langan tíma, og fá sér svo almennileg ljós að utan.
Dýragarðurinn er þó með einhver ljós, e.t.v. hægt að tékka á þeim.
Draumaljósin mín eru frá Giesemann, það eru þriggja nýra ljós :)
Image
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ég er einmitt að leita mér að ljósi á eitt búr sem ég var að fá, helst ekki mjög dýrt. er að spá í að smíða það bara sjálf ef ég get. :) er það annars bara IKEA eða dýraríkið?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

endaði með því að kaupa lampa í ikea og setja gróðurperu í hann
http://www.ikea.is/ikea/vorur/ljosin/ve ... d=22534547
búrið er reyndar bara 18 lítrar og ég gæti keypt aðeins sterkari peru.
myndaljósin og margir kastaranir eru með halogenperu og það virkar ekki vel!
Post Reply