Gotfiskaræktun

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Gotfiskaræktun

Post by bryndis »

hæhæ... Ég setti bara þráð með almennu nafni til að geta bætt í hann að vild ;)

Ég er með 60l búr þarsem ég hef 4x sverðdraga, 2x platy (ein dauð:S) og 3xmolly (og ancistrur).. Svo þvingaði kærastinn minn einum gubby á mig sem var lagður í einelti í hans búri.

Allavega.. ég hef bara einusinni tekið eina plattý kerlu frá í goti, en bara í stutta stund og náði 5-6 seiðum. Bara tvö þeirra lifðu næstu 2 daga, svo ég setti þá í flotbúr (var með þau í netabúri og datt í hug að skalarnir sem ég var með þá hefðu kannski kramið þau).. Þau voru í flotbúri í 1-2 mánuði, og þá dó annað (kom hvítblettaveiki í búrið). Nú er hitt orðið c.a. 1cm og komið í netabúrið aftur.. Svo í nótt var sverðdragakerling að "eiga" í gotbúrinu. En ég býst við að svona lítið gotbúr sé allt of lítið fyrir hana.. hún var mjög stressuð og aðeins örfá lifðu af.. Nú var ég að vakna og seiði liggja dauð á botninum (sum með risa kúlu á maganum, sum eru bara einn haus? og svo eru nokkur sem eru bara eins og hrogn, svona litlir belgir, eins og þau hafa ekki náð að þroskast almennilega)..

Mér dettur í hug að þau hafi verið svona hrikalega gölluð þarsem kerlan fékk hvítblettaveiki á "meðgöngunni" (er samt búin að losna við hana núna), og jafnvel út af stressi/vanlíðan í þessu litla gotbúri.

En ég var að spá - er mér örugt að veiða upp lifandi seiðin og setja með gamla plattýseiðinu? (sem er orðið 1cm).. á það e-ð eftir að böggast í nýju seiðunum?

Veit nefnilega ekki alveg hvernig ég aá að fara að því að veiða þessi dauðu uppúr gotbúrinu.. Og vil helst ekki að þesssi fáu lifandi séu í e-u líkhúsi :S :)
fiskar:*
Posts: 73
Joined: 24 May 2008, 13:32

Post by fiskar:* »

1 cm seiðið á öruglega ekki eftir að vera einthvað að bögga þau ég er með 2cm gúbbí seiði með nokkrum vikugömlum molly seyðum þessi stóri á kanski bara eftir að sýna þeim hver ræður og fá meiri mat held ég ;s
85l 8 neontertur
1 black molly
3 villtir gúbbí
5 rummy nose

30l tómt
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Ein spurning.. Hvernig sér maður kynjamun á black molly?

Ég keypti 3 (bað um 1kk og 2kvk) fyrir nokkrum mánuðum, og þeir eru ekkert að fjölga sér? datt í hug að ég hefði óvart fengið bara 3 kellur..
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

kallarnir eru með stærri bakugga, auk þess með pindil, verkfærið sem þeir nota til að fjölga sér. Kerlurnar eru feitari og með þríhyrningslaga gotraufarugga.

Black molly karl
Image

black molly kerling
Image
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

ókei... samkvæmt þess sýnist mér ég vera með 2x kk og 1x kvk.. málið er að konan er e-ð skrítin.. hún er með e-a græn-glansandi áferð (glampar á hana).. hélt það væru sveppir, og notaði kings fin rot & fungus control, en það virðist ekkert virka.. hinir fiskarnir eru mjög hressir.. svo ég skil ekki hvað er í gangi.. augun á henni sjást líka mun betur en í hinum...

Það gæti skýrt þetta - þeas að konan sé veik og svo er ég bara með 2 karla.. skil samt ekki hvað getur verið að hjá henni?
Post Reply