Brugga Kolsýru

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Brugga Kolsýru

Post by Arnarl »

langaði að prófa að Brugga Kolsýru setti áðann Sykur og ger í flösku með vatni í svo loft slöngu með loftsteini á hinum endanum, hver eru hlutföllin á gerinu sykrinum og vatninu og hvað tekur langann tíma fyrri þetta er gerjast?
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

fljótt að fara í gang, frekar hætta að þú fáir froðu í gegnum slönguna í búrið. ég blanda í 75 dl flösku (te í flösku úr krónunni) , ca. 1,5 dl. sykur, 5 dl. vatn (handvolgt) 1 msk ger, 1 msk matarsódi. Ég set líka maltextrakt (fæst í hagkaup og heilsubúðum) veit ekkert hvort það breytir einhverju!
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

ó setti svona lítinn poka af geri og nokkra tsk af sykri í 1 líter af vatni sem var kalt, á ég að setja annann svona poka og meiri sykur bara ofan í flöskuna?
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

litli pokinn dugar kannksi alveg en þú þarf miklu meiri sykur!
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég nota í 1 l af vatni.
tsk ger
100 gr sykur
tsk matarsódi.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Arnarl wrote:ó setti svona lítinn poka af geri og nokkra tsk af sykri í 1 líter af vatni sem var kalt, á ég að setja annann svona poka og meiri sykur bara ofan í flöskuna?
Kalda vatnið gæti "drepið" gerið og þetta verið lengið að fara í gang.. Það borgar sig að nota volgt vatn.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Vargur wrote:Ég nota í 1 l af vatni.
tsk ger
100 gr sykur
tsk matarsódi.
Nota sömu hlutföll og það virkar mjög vel :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Blanda þetta þá á eftir :-)
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Ég nota

100 gr/1dl sykur
1/2L vatn
1/2 tsk þurrger
1 tsk matarsódi
1 tsk maltextrakt

Vatnið þarf að vera við stofuhita ef þetta á að fara frekar fljótt af stað. Sykurinn er líka frekar lengi að leysast upp í köldu vatni.

Þetta er blandan mín í Nutrafin kút en ég margfalda hana fyrir stærri flöskur.

Guðrún: Ekki hissa á að það hafi freytt uppúr hjá þér með 1 msk af ger!

Maltextraktið er ekki nauðsyn en af minni reynslu þá verður gerjunin jafnari og lengri með því.

Þú þarft svo að gera betur en loftstein til að leysa kolsýruna upp í vatni.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Hrafnkell wrote: Guðrún: Ekki hissa á að það hafi freytt uppúr hjá þér með 1 msk af ger!
:oops: ég geri þetta samt í hverri viku!
ef ég vildi minnka bólufjöldann... t.d. fyrir nanóbúr..... bara minni uppskrift?
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

gudrungd wrote: ef ég vildi minnka bólufjöldann... t.d. fyrir nanóbúr..... bara minni uppskrift?
Gerið fjölgar sér meðan húsrúm leyfir :)
Prófaðu að minnka sykurinn eða gera eitthvað sem lætur gerinu líða illa s.s. rugla í pH gildinu í brugginu, t.d. minnka matarsódann.
Post Reply