
(ef einhver þekkir nafnið má hann endilega láta mig vita)
Vandamálið er hinsvegar karlkyns maingano-inn. Um daginn þá byrjaði að myndast einhverskonar hvít blaðra við gotraufina á honum sem óx svo og varð frekar stór, sjá:

Mér leist vægast sagt ekkert á þetta. Þetta byrjaði um kvöld og náði hámarki um hádegi eða miðdegi næsta dags. Svo um kvöldið hjaðnaði þetta bara og hvarf. Núna er þetta eiginlega alveg horfið en ef maður kíkir undir hann sér maður enn svona smá hvítan blett þar sem þetta var.
Veit einhver hvað þetta getur verið?
Svo er annað - við keyptum tvær ryksugur í september sem voru eiginlega alveg jafn stórar. Þær líta svona út:

Önnur þeirra hefur vaxið smávegis (bara nokkuð eðlilega) en hin er búin að vera bara á sterum eða eitthvað! Hún er orðin þrisvar sinnum stærri en hin ryksugan og er að verða næstum jafn stór og maingano fiskarnir og kvenkyns brúni fiskurinn (sem ég man ekki hvað heitir):

Er þetta eðlilegt að hún vaxi svona hratt og að ryksugurnar vaxi svona svakalega mis-hratt?
Með fyrirfram þökk
Tigra