Skala hjálp

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
jokkna
Posts: 130
Joined: 07 Nov 2008, 14:56
Location: Akureyri

Skala hjálp

Post by jokkna »

Ég fékk skala í dag og eftir að ég setti hann í búrið skrapp ég aðeins út. Þegar ég kom aftur heim fannst mér hann svo skakkur, hann hallaði um svona 30°+ .Er þetta eðlilegt???
User avatar
pasi
Posts: 287
Joined: 03 Mar 2008, 22:54
Location: selfoss
Contact:

Post by pasi »

þetta getur verið stress... ætti að lagast fljótlega
Búrin okkar:
viewtopic.php?t=3835
fishy fishy fish :P
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hvað varstu lengi og hvert fórstu ?

Getur verið að það sé fullmikill straumur í búrinu ?
Virtist hann og aðrir fiskar eðlilegir hjá fyrri eiganda ?
jokkna
Posts: 130
Joined: 07 Nov 2008, 14:56
Location: Akureyri

Post by jokkna »

Ég skrapp bara niður í kirkju til að hjálpa pabba að ganga frá pöllum. Í sambandi við strauminn þá er hann frekar mikill, prufa að minnka hann. ég veit ekki til þess að það hafi verið neitt að honum áður.
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Að ganga frá pöllum segiru? Þá hlítur þetta að vera í lagi.

Ég er með fiskabúr frammi á gangi, og það verður frekar áberandi þegar ég slekk ljósin í búrinu (og þau eru kveikt á ganginum) þá synda fiskarnir skakkt. Þeir s.s. synda miðað við að ljósið sé alltaf fyrir ofan sig held ég, og ef það er 30°halli á ljósgeislanum sem skín inn í búrið, þá er ekkert óeðlilegt að þeir halli líka um 30°.
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Þannig að ef maður mundir lýsa inní búrið á hliðinni, mundu þeir þá synda á lárréttir :P
jæajæa
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

oh þið eruð svo fyndin! :hehe: ég er reyndar ekki frá því að diskusarnir mínir halli svona á kvöldin, náskyldir skölunum! :P
Post Reply