Ég er að hugsa um að nota þennan þráð í að sýna ykkur hinum hvað aðrir eru að stússast og reyna að stíla inn á að segja frá heimsóknum til þeirra sem kannski eru ekki endilega virkir í skrifum hér á spjallið þó þeir jafnvel lesi allt efni sem hér birtist.
Í dag tók ég hús á Guðmundi Erni sem oft er kenndur við diskus.
Það verður þó að segjast að ekki var það diskusinn sem vakti athygli mína heldur fremur 8000 lítra Koi tjörnin sem Guðmundur hefur í garðinum hjá sér.
Tjörnin er hin glæsilegasta og fiskarnir hreint út sagt svaðalegir að sjá.
Sírensli er í tjörnina og einnig loftdæla og öflugur hreinsibúnaður.
Hér eru nokkrar myndir af dýrðinni.



Handfylli.


Matartími - Cheerios.

Engar smá sleggjur.

Hreinsibúnaðurinn.

Heildarmynd af dýrðinni.
Guðmundur er einnig ötull í diskusa rækt og í bílskúrnum hjá honum er allt stútfullt af þeim fallegu fiskum.
Diskusarnir eru greinilega aldir af kostgæfni og hef ég sjaldan séð jafn fallega fiska og greinilegt að mikil vinna er lögð í diskuseldið.
Aðstaðan samanstendur af 4 ca 300 lítra uppeldisbúrum og svo eru ræktunapör annars vegar í ca 200 lítra búri og um 500 lítra kari.


