Hitarabruni.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Hitarabruni.

Post by Vargur »

Ég hef oft lesið um það á erlendum spjallsíðum að fiskar hafi brennst illa á hiturum. Þetta á það til að koma sérstaklega fyrir botnfiska og felugjarna fiska. Nú hef ég aldrei orðið var við eitthvað þessu líkt en er þó með ýmsa fiska eins og td Ancistus og Plegga sem liggja oft á hiturunum.
Ætli fiskar finni ekki fyrir því þegar hitarinn fer í gang ?
Hefur einhver hér lent í þessu ?
Post Reply