Ég mokaði s.s. tjörn í sumarbústaðinum hjá foreldrum mínum í lok seinasta sumars. Tjörnin er 2500-3000 lítrar (frekar djúp) og er hituð með vatni sem rennur af ofnunum í bústaðinum. Yfirleitt er hún um 33 gráður þannig að ég þarf að finna einhverja leið til að kæla hana niður um nokkrar gráður.
Það er ekkert í henni eins og er, ég hafði hugsað mér að setja kannski bara convict par í hana eða eitthvað, en er svosem ekki viss. Núna á ég t.d. helling af gúbbum sem hefðu það alveg örugglega mjöög gott í henni ef mér tekst að lækka hitann.
Það væri líka algjör draumur að hafa eitthvað monster í henni, kannski RTC eða eitthvað slíkt, en ég veit ekki með mat og svoleiðis.. Maður er ekki þarna hverju einustu helgi og fuglarnir hljóta að hætta að lenda við tjörnina á endanum ef vinir þeirra eru allir étnir um leið

Ég sé mest eftir því að hafa ekki haft hana stærri - kannski 4x stærri eða svo, því nóg er plássið. Þá myndi ég líka líklega sleppa við að eiga við hitann, bara láta renna í hana eins og núna og hún myndi líklega vera kjurr í einhverju hentugu hitastigi án mikilla sveifla.
Hérna er hún þegar ég var að láta renna vatn í hana í fyrsta sinn. Ekki mikið að sjá þarna svosem, og ég er búinn að snyrta aðeins í kring síðan þarna... smelli kannski af nýjum myndum þegar veðrið fer að batna og það grær svolítið í kringum hana.

Endilega látið í ykkur heyra hvað ykkur finnst og hvað ég ætti að setja í hana
