Var semsé með gullfiska í 160 lítrunum en ákvað að fara í eitthvað annað. Fór í dýragarðinn og fékk mér 3 pör af dvergsíkliðum, douple red, opal og cockatoo. Reyndar drápust douple red kerlan og opal karlinn. Er ekki viss hvort ég sé að gera eitthvað vitlaust eða hvort þessi eintök hafi verið viðkvæm fyrir flutningunum. Er síðan með 3 ancistrur (2 kk og eina kvk). Planið er að bæta síðan eitthvað við þetta seinna. Datt í hug 2-3 skalla, einhverja gúrama/barba eða eitthvað þannig
Svo er ég búin að ná aftur í 60L í geymsluna. Þar oní er eitt stykki kk bardagafiskur (kerlan hans er í stóra búrinu) og nokkur seiði. Spurning um að setja einhverja gotfiska með honum (molly eða sverðdraga)
Myndir seinna
