nú ríkir mikil sorg ..

Hér er fjallað um öll dýr önnur en fiska

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
User avatar
Mozart,Felix og Rocky
Posts: 409
Joined: 03 Jan 2008, 17:33
Location: 116 Kjalarnes
Contact:

nú ríkir mikil sorg ..

Post by Mozart,Felix og Rocky »

Þann 3.desember(Föstudaginn) tók litli rugludallurinn minn hann Felix að hoppa niður af borðinu úti sem er c.a. 60 cm á hæð og brákaðist illa á hryggnum og lamaðist á aftari hlutanum. Við rukum með hann til dýralæknis og fór hann í röngten og þar kom í ljós brákunin, síðan fékk hann verkjalyf og stera(sem áttu að auka matarlyst og allt svoleiðis) en hann borðaði ekki neitt allan daginn :/ ,, við hringdum uppá vakt og það var sagt að við ættum að gefa honum sykurvatn sem átti að gefa honum orkuskot þar til daginn eftir. Síðan daginn eftir(Fimmtudaginn) fórum við aftur með hann og fékk hann þá aftur stera og byrjaði hann að borða á fullu :) ,, svo um kvöldið þegar að ég fór að sofa bjó ég um Felix á gólfinu í bælinu sínu og svo hálftíma seinna vaknaði ég við þvílíkt mikið væl ,, þá hafði hann komist undir kommóðuna og gat ekki komist undan(hann var náttúrulega lamaður) en ég náði honum strax undan. Daginn eftir(Föstudaginn) fórum við aftur til dýra í skoðun og það var allt í lagi með hann en hann fann samt alveg hrikalega mikið til. Hann fékk samt stera og morfínplástur vegna sársaukans og var alveg fínn allt kvöldið og fékk legg í æð til að geta gefið honum næringu. Síðan á Laugardaginn fórum við aftur til dýra og fékk stera. Aðeins seinna um daginn lamaðist hann á framfótunum líka :? ,, Um kvöldið þegar að ég var að passa fékk ég símtal um að koma strax vegna þess að Felix var að versna :cry: Ég fékk vin minn til að fylgjast með strákunum(sem ég var að passa) og rauk heim. Þegar að ég kom heim var Felix hættur að anda og var að reyna að fá loft :cry: Það var svo erfitt að horfa á hann svona :cry: Við hringdum uppá dýraspítala og þá var leiðbeint okkur hvernig var hægt að reyna að hjálpa honum að anda en ekkert gekk :( Klukkan hálf ellefu dó hann Felix :cry: :cry: og það var alveg hrikalega erfitt ég sat með hann í marga klukkutíma grátandi :cry: Við hringdum aftur uppá dýraspítala og þá var sagt okkur að koma með hann daginn eftir af því að þau gátu ekki geymt hann. Svo fórum við með hann uppá dýraspítalann og þá kom ein stelpan sem var að hjálpa á meðan að hann var veikur til mín og spurði hvernig honum liði og ég rétt náði að segja að hann væri dáinn :cry: Þá var ekki búið að segja henni að hann dó. Síðan vorum við send uppí Víðidal og ég ákvað að láta brenna hann :cry: Síðan fáum við öskuna hans núna í vikunni :cry:
Ég vil þakka Dýraspítalanum í Grafarvogi fyrir alla hjálpina og stuðning í gegnum veikindi hans :cry:
Hér koma nokkrar myndir af litlu snúllunni minni :cry: Megi hann hvíla í friði :cry: :cry: Og þín verður sárt saknað :cry:
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Ég vil ekki neina leiðindapósta ! ,, haldiði bara leiðindaskoðunum útaf fyrir ykkur ! :)
Kv.Dízaa og Co. ;)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

æj er litla skinnið dáið. Hann var svo mikil dúlla. Alltaf leiðinlegt að missa gæludýrið sitt.
Samhryggist.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
audun
Posts: 228
Joined: 24 Apr 2008, 00:57

Post by audun »

æi þetta er leiðinlegt.
User avatar
Mozart,Felix og Rocky
Posts: 409
Joined: 03 Jan 2008, 17:33
Location: 116 Kjalarnes
Contact:

Post by Mozart,Felix og Rocky »

takk
Kv.Dízaa og Co. ;)
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Leiðinlegt þetta..
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jaguarinn
Posts: 1141
Joined: 20 Oct 2007, 16:07

Post by Jaguarinn »

Samhryggist :(
:)
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Æjj rúsínan!
Samhryggist innilega. :(
User avatar
sono
Posts: 545
Joined: 06 Jan 2008, 16:40
Location: Reykjavik 112 , Grafarvogur

sono

Post by sono »

Ohh ég samhryggist þér . Ég veit hverngi er að missa hund .:/ ég missti minn á þessu ári eftir mikla baráttu við að reyna halda honum á lifi , eftir slys sem að hann lenti i.
250 litra sjávarbúr
User avatar
Mozart,Felix og Rocky
Posts: 409
Joined: 03 Jan 2008, 17:33
Location: 116 Kjalarnes
Contact:

Post by Mozart,Felix og Rocky »

takk :) ,, hann Rocky er alveg miður sín hefur engan til að leika við og skilur ekki neitt í neinu afhverju vinur hans kemur ekki aftur heim :(
Kv.Dízaa og Co. ;)
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

æi elsku snúlla...samhryggist þér með þetta :( ömurlegt að missa dýrið sitt..
User avatar
Mozart,Felix og Rocky
Posts: 409
Joined: 03 Jan 2008, 17:33
Location: 116 Kjalarnes
Contact:

Post by Mozart,Felix og Rocky »

takk :) já það er alls ekki auðvelt :?
Kv.Dízaa og Co. ;)
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

æjjj en sorglegt! samhryggist ykkur innilega!
Marta
Posts: 57
Joined: 13 Aug 2008, 17:41

Post by Marta »

æjj megi litla dúllan hvíla í friði :væla: :væla:
Post Reply