ljós í búrinu

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

ljós í búrinu

Post by EiríkurArnar »

Sælir. Hljómar kannski frekar asnalega en á ég að slökkva á ljósinu inni búrinu yfir nóttina? hef haft það kveikt sl 2 nætur, og hef ekkert séð til ryksugunnar minnar, er bara inní flugvélinni og kemur ekkert út að þrífa eða neitt :/
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

slökkt á nóttuni :)
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

ég er með 2 scala, 2 gúbbí og 6 svona litla, tetris neon (eða hvað sem það hét :p), er möguleiki á að scalarnir myndi ráðast á þá?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

stórir skallar geta étið litlar neon tetrur. Gott er að hafa ljósatíman 8-9 tíma á dag. Ancistrur (ryksugur) þrífa ekki, heldur éta óétinn mat og fiska sem hafa látið lífið af einhverjum orsökum. Einnig éta þær þörung sem sest á glerið, sem gerist ef ljósatíminn er of langur.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Mæli með því að þú fáir þér Klukkutofa/Tíma rofa í Ikea, þeir eru í ljósa deildinni vinstramegin um leið og þú kemur í deildina

Hann sér um að hafa alltaf réttan ljóstíma í búrinu þínu sem er oftast í kringum 8 - 12 klukkustundir

Ryksugan þín lætur líklegast ekki sá sig vegna birtunar í búrinu, þær eru meira á ferðinni þegar ljósin eru slökkt
Lindared wrote:Ancistrur (ryksugur) þrífa ekki, heldur éta óétinn mat og fiska sem hafa látið lífið af einhverjum orsökum. Einnig éta þær þörung sem sest á glerið
hvað er það annað en að þrífa ef einhver sér um það að taka burt ó étinn mat og þörung ?

Og ég mæli ekki með því að láta ryksugu fiska éta dauða fiska þar sem það er frekar óhollt fyrir ryksugu fiskinn
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Squinchy wrote:
Og ég mæli ekki með því að láta ryksugu fiska éta dauða fiska þar sem það er frekar óhollt fyrir ryksugu fiskinn
hvernig er það þá .. gildir það sama um ef ryksugu fiskurinn kemst í rækju? var ekki lengi að næla sér í frosnu rækjuna sem átti að vera fyrir black ghost :oops:
Ekkert - retired
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Squinchy wrote:Mæli með því að þú fáir þér Klukkutofa/Tíma rofa í Ikea, þeir eru í ljósa deildinni vinstramegin um leið og þú kemur í deildina

Hann sér um að hafa alltaf réttan ljóstíma í búrinu þínu sem er oftast í kringum 8 - 12 klukkustundir

Ryksugan þín lætur líklegast ekki sá sig vegna birtunar í búrinu, þær eru meira á ferðinni þegar ljósin eru slökkt
Lindared wrote:Ancistrur (ryksugur) þrífa ekki, heldur éta óétinn mat og fiska sem hafa látið lífið af einhverjum orsökum. Einnig éta þær þörung sem sest á glerið
hvað er það annað en að þrífa ef einhver sér um það að taka burt ó étinn mat og þörung ?

Og ég mæli ekki með því að láta ryksugu fiska éta dauða fiska þar sem það er frekar óhollt fyrir ryksugu fiskinn
ég var ekki að mæla með því að láta ancistrurnar éta dauða fiska, sagði að þær myndu gera það ef þær komast í þá. Það er mismunandi hvað fólk telur vera þrif. Mér finnst ekki að ancistrur séu að þrífa, þótt þér finnist það. Ég hlít að mega finnast þær ekki vera að þrífa :roll: ef ég sé ancistru með tusku og gluggahreinsi þá skal ég segja að þær séu að þrífa. :P
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Bob
Kjötmeti er ekki það besta sem maður getur boðið sugum en rækjan er langt um skárri heldur en dauði fiskurinn sem gæti hugsanlega dáið úr einhverri veiki sem ryksugan gæti verið að kjamsa á

Lindared
Okei þú myndir þá heldur ekki segja að köttur sé að þrífa sig þegar hann sleikir á sér feldinn ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ekki ætlaru að fara rífast út af þessu, Squinshy?

:geispa:

ég hlít að mega að hafa mína skoðun :panna:
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Má mér ekki líka illa við þessa skoðun og útskýra afhverju mér finnst hún röng, illa út hugsuð og að koma því á framfæri að skoðun þín á því hvort ryksugur þrífa ekki en þrífa þó samt búrið skiptir upprunalegu spurningunni nákvæmlega engu ? :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er furðuleg umræða um þrif og svona lagað getur orðið nokkuð leiðingjarnt og langdregið fyrir aðra spjallverja þegar tveir aðilar þurfa alltaf að eiga síðasta orðið.

Það er almennt vel kunn staðreynd að ancistur og ýmsir botnfiskar éta matarleifar og þörung og hreinsa þannig búrið, ég get ekki séð að það sé neitt rangt að nota orðið þrif um þessa hreinsun.

Allir virðast sammála um hvaða hlutverki þessir fiskar gegna í búrinu og því ættu umræður um túlkun orða oþh. að fara fram annarstaðar.
Barnaland.is er td. ágætt fyrir svoleiðis.
Post Reply