mawali ofbeldi

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
stockurinn
Posts: 52
Joined: 11 Aug 2007, 00:07

mawali ofbeldi

Post by stockurinn »

Ég er með Melanochromis Maingano, Saulosi og Demasoni saman í 150L búri, 1 kk og 1 kvk af hverri tegund. Vandamálið er að Demasoni kk og Maingano kk eru orðnir mjög ofbeldisfullir og ráðast á kvk sína allan daginn. Hef fjárfest í auka konum 1 maingano og 1 Demasoni með von um að þetta skánni en það hefur ekki gerst. Hvað get ég gert ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

150 l er ekki stórt fyrir þessa fiska.
Það gildir með flestar þessar Afrísku mbunur að þær þurfa sæmilegt pláss og vera margar saman í hóp svo áreitið dreyfist.
stockurinn
Posts: 52
Joined: 11 Aug 2007, 00:07

Post by stockurinn »

ok en á netinu http://www.thehomeaquarium.com/demasoni-cichlid/
stendur að lágmarks stærð er 30 gallon 115lítrar
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

uppgefin lágmarksstærð á yfirleitt við 1stk fisk en á ekki nógu vel við fiska einsog malawisikliður sem best er að hafa í hópum
-Andri
695-4495

Image
stockurinn
Posts: 52
Joined: 11 Aug 2007, 00:07

Post by stockurinn »

Er þá best að vera bara með Saulosi og fjölga þeim í 6 og bæta kannski yellow lab við ? Eru þau ekki friðsöm og þurfa minna pláss ? Eða hvað stingið þið uppá ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Saulosi teljast ekkert sérlega friðsamir þó margar tegundir séu verri, þeir ættu að vera ágætir með Y. lab.
Y. lab og einhver Cynotilapia týpa gæti líka gengið í þetta búr.

Það er samt mjög erfitt að ætla að vera með skemmtilegt afríkubúr ef það er svona lítið.
Post Reply