Í búrinu er 13. Desember 2008.
1x Green Texas/Herichthys Cyanoguttatus
3x Convict/Archocentrus nigrofasciatus
1x Common Pleco
1x Procambarus Fallax
Fékk þennan bjútífúl Green Texas í Dýraríkinu þann 1. Des. Hann var seldur sem Jack Dempsey.
Nokkrar myndir.
1.Des í búðinni:
1. Des, nýkominn í búrið og farinn að krúsa um.
9.Des, aka í dag.
Last edited by Jakob on 13 Dec 2008, 01:58, edited 1 time in total.
Ég er með 5stk. Convict í búrinu, 2 Karla og 3 kerlingar, 1karlinn og 1kvk hafa myndað par fyrir um 3 mánuðum. Þau hafa hrygnt 2 en aðeins seinna skiptið tókst, er með nokkur seiði í 60L búri sem að eru ekki einusinni orðin frísyndandi.
Og ég get svarið það karlinn í parinu er byrjaður að mynda hnúð, og aðeins um 3cm.
Hér er ein kerlingin:
Karlinn að fá smá hnúð á skallann..
Gerði um 50% vatnsskipti áðan. Einhver fjölgun verður á íbúum á eftir áramót en ég ætla að bæta við 1 Texas, 3 Managuense og 1 Albino Polypterus Senegalus.
Hefur gengið ágætlega með Texas, þó held ég að Convictarnir séu að taka hann smá í gegn því að síðustu daga hefur parið verið á fullu að passa helli sem að Texasinn sækir mjög í. Ætla að bæta við nokkrum felustöðum á eftir því að Texasinn er mjög stressaður.
Skoðaði málið aðeins betur og þá var parið búið að hrygna, mér sýndist kerlingin vera að narta aðeins í hrognin sem að munu líklegast klekjast innan tveggja tíma því að nokkur voru farin að sprikla, ætla að gefa þeim 60 lítra búr í jólagjöf ef að ég get spottað kerlinguna frá hinum
Er búinn að vera að baksla við einhverja smá hvítblettaveiki, leggst bara á Texas, búinn líka að fá það staðfest að þetta er Herycthis Cyanoguttatus ekki Herycthis Carpinte og ég er bara fjandi ánægður með það því að Cyanoguttatus er sjaldséðnari en Carpinte.
Læt nokkrar myndir fylgja.
Texas
Búrið í dag.
Convict
Jú, henti bara inn nóg því að myndirnar eru í fókus.
Var að setja rótina í búrið kíkti í helli sem að parið var að passa rosalega, sá vel stóran hrognaklasa miðað við að parið er um 4cm er þetta í 3ja sinn sem að þau hrygna.