Page 1 of 1

Snakehead/Channa

Posted: 29 Mar 2007, 21:53
by Eyjó
Dauðlangar í einhvern skemmtilegan monster og ég er hrifnastur að snakehead. Er einhverstaðar hægt að þá?
Svo er ég líka mjög hrifinn að redtail og walking catfish en það er nú meira action í hinum tveimur heldur en honum.
Ég hef heyrt að snakeheadinn er ekki mjög kröfuharður fiskur en er eitthvað sérstakt sem maður ætti að vita um hann?

Hverjar eru helstu Channa tegundirnar?

Kv.
Eyjó

Posted: 30 Mar 2007, 00:27
by Vargur
Þetta eru allt stórskemmtilegir fiskar en ég held að Walking catfish sé besti kosturinn til langframa þar sem hinir verða bæði stórir og skapstyggir.

Chönnurnur sem hafa hvað helst verið að flækjast í verslunum eru Channa micropeltis en hún verður yfir metri að lengd og getur sennilega ekki verið annað ein ein í stóru búri og Canna orientalis sem aftur á móti verður ekki stærri en ca 15 cm, hún er þó sennilega engu skap betri en hinar en þarf auðvitað ekki nálægt því jafnstórt búr.´

Red tailinn verður huge og getur gleypt STÓRA fiska í munnbita en hefur yfir sér ansi fjörugt fas og er skemmtilegur kostur ef hægt er að búa þessari skepnu sem getur orðið allt að 50 kg gott heimili.

Walking cat er þrátt fyrir að vera gráðugur skrattakollur sennilega hentugastur þar sem hann verður ekki jafn stór eða grimmur og hinir, þrátt fyrir að ryksuga upp hrogn, seyði og smáfiska þá getur hann ekki gleypt eða meitt stærri fiska.

Það verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér.

Posted: 30 Mar 2007, 08:42
by Eyjó
Snakeheadinn heillar mest af þeim.
Hefur þú eitthvað haft þá í búiðinni eða veistu nokkuð hvar er hægt að fá þá eða þarf að kaupa hann inn?

Hver er þá lágmarsk búrstæriðin fyrir hann?

En ef ég ákveð að taka þessu rólega og hafa ekki einhvern killer, þetta eru allt ennþá bara pælingar hjá mér, hvar er hægt að fá walking catfish?

Maður er orðinn svoldið leiður á "hefðbundum" fiskum enda búinn að hafa flestar gerðir af þeim. Ætli maður fer ekki bara einhverntíman út í saltið

Posted: 30 Mar 2007, 10:14
by keli
Þú þarft amk 1200 lítra fyrir micropeltes, RTC og þessa stóru gaura - og 1200 lítrar verða örugglega of litlir á endanum.

Þú gætir prófað parachanna obscura sem verða ekkert huge, ættu að geta verið í svona 100-200 lítra búri.

Posted: 30 Mar 2007, 22:32
by Vargur
Fiskó, Dýragarðurinn og Fiskabúr.is eru þær verslanir sem helst taka inn einhverja svona fiska.

Í Fiskabúr.is eru núna til Clown-knive fish, Electric Catfish og Tiger Shovelnose Catfish ef svoleiðis skepnur hella þig.
Þessir fiskar ásamt hinum þurfa allir á endanum huge búr. Sumir fyrr en aðrir.

Posted: 31 Mar 2007, 16:32
by Eyjó
Eftir að hafa kynnt mér channa betur þá hef ég ákveðið að fá mér parachanna obscura. Mun að öllum líkindum fá mér 250l búr hjá dýragarðinum.

Posted: 31 Mar 2007, 23:53
by keli
Gott mál - stórskemmtileg kvikindi.

Gætir komist upp með að vera með 2 í búri, amk til að byrja með. Þær eru ansi viðskotaillar samt þannig að önnur gæti endað í maga hinnar :)


Ég átti einusinni svona (þessa sem var í fiskabúr.is), hún fór í pössun þegar ég flutti til danmerkur fyrir 4-5 árum og endaði víst lífdaga sína þar fyrir nokkrum mánuðum :(

Posted: 16 Apr 2007, 00:26
by Eyjó
ég er kominn með með tvær Parachanna Obscura báðar í kringum 10cm og svakalega fallegar. Ég er búinn að gefa þeim lambahjörtu, ýsubita og tvær neontetrur. Ætla að passa mig á því að venja þær ekki bara á lifandi fæði. Fer svo að senda inn myndir af búrinu og fiskunum við tækifæri.

Posted: 16 Apr 2007, 00:45
by Vargur
Laglegt ! :góður:

Posted: 17 Apr 2007, 00:32
by Eyjó
Image
Önnur channan tók þessa fallegu pósu fyrir mig svo ég smellti mynd af henni.

Posted: 17 Apr 2007, 00:50
by Vargur
Slef :omg:

Posted: 17 Apr 2007, 09:21
by Eyjó
Mig grunar reyndar að þetta sé ekki obscura heldur Gachua. Ja, er reyndar nokkuð viss að þetta er gachua. Þeir sögðu mér hjá dýraríkinu þegar ég pantaði að það væru ekki til obscura heldur bara Gachua og Micropeltes. Ég pantaði gachua og gerði mína heimavinnu sambandi við hana og las að þær væru meira aktívar en Obscura en svo þegar þær komu til landsins sögðu þeir að þetta væru obscurur.
Það skiptir kannski ekki öllu en gachuan er fallegri og ekki eins "pointy" einsog obscuran en Gachua verða 10 cm minni. Þá er bara auðveldara að hafa tvö stykki og berti fyrir byrjanda í monsterum einsog mig.

Image
Gachua

Image
Obscura

Posted: 17 Apr 2007, 10:28
by keli
Já rétt hjá þér, þetta er ekki obscura.

Flottur fiskur samt, örugglega gaman að þessum :) Flott líka þetta smá bláa sem er í honum.

Posted: 17 Apr 2007, 11:55
by Eyjó
Hvað getur lifað með chönnum? Búrið er oftast nokkuð tómlegt svo mig langar svoldið í einhverja oddball fiska sem geta verið í 250l og verða ekki étnir eða éta snakeheaddana.

Posted: 17 Apr 2007, 12:04
by keli
Svosem allt sem kemst ekki uppí þær (þær eru með stóran munn!!) og er ekki of aggressívt. Chönnur þola illa stanslaust bögg þannig að það borgar sig að finna einhver svipuð kvikindi.

Posted: 17 Apr 2007, 13:01
by Eyjó
Ætli Ropefish eða nálafiskur gangi með þeim?
Ropefish er með of lítinn haus til að éta þær og of langur til að verða étinn og nálafiskur líka.

Posted: 17 Apr 2007, 18:23
by Gudjon
ég er með chönnu, 15 cm, hún er með ropefish og amerískum síkliðum í búri og allt gengur vel, hún er reyndar svo góð greyið, skiptir sér ekki af neinum

Posted: 18 Apr 2007, 00:09
by keli
Tjah, ropefish gæti komist uppí chönnu.. Spurning hvort hún nennir því eða hvað.. Þetta er svolítið happa glappa hvað gengur og hvað lengi :)

Fer líka bara eftir fiskunum, þetta geta verið róleg dýr og þetta geta verið óargadýr sem reyna að éta allt.

Channa gæti t.d. alveg tekið uppá því að reyna að éta ropefish en hann standi svo í henni og hún drepist.. eða hún spýtir honum út.. eða eða eða :)

Eina leiðin er líklega bara að prófa :)

Posted: 18 Apr 2007, 00:14
by Vargur
Ég hald að það sé málið, bara að taka sénsinn. Ég sé Óskar fyrir mér í 1. tilraun.

Posted: 18 Apr 2007, 10:09
by Eyjó
Vargur wrote:Ég hald að það sé málið, bara að taka sénsinn. Ég sé Óskar fyrir mér í 1. tilraun.
Er einmitt að hugsa um Óskara og ef chönnurnar verða étnar þá lærir maður bara sína lexíu og bara leiðinlegt fyrir mig.

Posted: 18 Apr 2007, 11:39
by keli
jamm, óskarar eru með ansi stóran munn.. og stækka hratt :)

Posted: 18 Apr 2007, 20:11
by Eyjó
1. tilraun
Fékk mér tvo fallega og hörkuskemmtilega óskara úr fiskabúr.is en ég sé ekki fram á að sambúð óskaranna og channanna gangi upp. Chönnurnar eru skíthræddar við þá og láta ekkert sjá sig og óskararnir eru alltaf að bögga þær og láta þær ekki í friði.
Ætli ég láti chönnurnar ekki bara í 125l búr og hafi eitthvað skemmtilegt með óskurunum en þangað til þá ætla ég að sjá hvernig þetta fer.