Sundmagavesen í gúbbý kellingum

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
Polgara
Posts: 2
Joined: 19 Nov 2008, 14:32

Sundmagavesen í gúbbý kellingum

Post by Polgara »

Ég er með nokkra gúbbífiska og gengur frekar illa með kellingarnar. Málið með þær að þær eru fínar hjá mér meðan þær eru óléttar en svo um leið og þær eru búnar að gjóta fer allt á niðurleið. Þær liggja á hliðinni upp við yfirborðið og er mér sagt að það sé klassískt einkenni sundmagavesens.
Ég er með 100L búr og setti 2 msk. af salti í gær og hafði áður en ég skipti um vatn seinast sett salt líka þannig að það var eitthvað þar fyrir.
Er einhver með hugmynd um hvað þetta gæti verið?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Mér finnst þetta líkjast því sem margir eru að kljást við við með gubby, lélegur og úrkynjaður stofn.
Eftir got veslast kerlurnar upp og deyja.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Polgara
Posts: 2
Joined: 19 Nov 2008, 14:32

Post by Polgara »

Það finnst mér nú bara ekkert ólíklegt. Miðað við hvað Gúbbý fiskar hafa verið ræktaðir upp í mörg afbrigði seinustu 40-50 árin eða svo þá getur stofninn ekki verið alveg heilbrigður.
Og ég er farin að halda að það hefði verið ódýrara hjá mér að fá mér stóran flatskjá og fiska dvd fyrir kettina að horfa á en að byrja á þessu fiska eldi.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Guppy er nánast bara fyrir fagmenn.
Fáðu þér aðra fiska ef þetta er tómt vesen. Td. platy.
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Það er ljóst að ansi margir eru í veseni með guppy fiskana sína - nú hef ég átt þá í þúsunda tali og ekki lent mikið í þessu veseni sem að þið eruð að lýsa.

Svo má ekki gleyma því að karlarnir eru flottari en kvk - og því ekki að hafa þá þó svo að þið séuð í vandræðum með kellurnar...
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Jamm, það er deginum ljósara að kk er miklu flottari. Mig dreplangar í guppy aftur og þá ætla ég bara að fá mér kk. Sá td. mikið af skrautlegum í Dýragarðinum í dag.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

alveg sammála með að KK eru miklu flottari. en afturámóti er ég með 2 kk og 2 kvk hjá mér.. KK nátturulega langflottastir en önnur KvK er virkilega smekkleg líka. allveg gul. fynst hún persónulega rosalega flott að sínu leiti og gefur köllunum ekkert eftir. fékk hana í dýragarðinum. var hægt að fá að mig minnir orange líka. bara nett
hin er afturámóti bara pure grey og spikfeit O.o
Ekkert - retired
Post Reply