Veikur Gubby

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Veikur Gubby

Post by EiríkurArnar »

Ég er með tvo gubby kk og kvk og tvo skala, gubby kvk er komin með hvíta bletti og gæti verið komið smá blettir á skalan.
Er með hitaran stilltan á 22 en mælirinn utan á búrinu sýnir 28 ef að við kunnum að lesa rétt úr honum.

Hvað get ég gert ?

Eitthvað annað en vatnaskipti ?
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Hvítblettaveiki?

Ef svo er þá geturu annaðhvort skipt um vatn og sett smá salt úti eða gert eins og ég og farið útí næstu dýrabúð og keypt lyf við hvítblettaveiki. fylgir leiðbeiningunum á því og þetta ætti að reddast

Ég keypti lyf við veikinni fyrir ca viku síðan. skipti út ca. helming vatnsins og síaði botninn með sugu og setti svo rétt magn af lyfinu úti. núna í dag er ekki að sjá neinn blett á neinum fyski hjá mér. og ég var að enda við það núna rétt áðan að skipta út vatni aftur og setja lifið útí aftur til að vera öruggur .

Prófaðu þetta allavega.
Ekkert - retired
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

þarna.. bíddu.. ertu með mælirinn utaná búrinu???

og já. ef um hvítblettaveiki er að ræða gæti verið gott að hafa hitan í u.þ.b 26-28°c. venjulegt hitastig ætti að vera einhvað í kringum 24-25°c
Ekkert - retired
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Takk

Þetta er svona juwel hitamælir og já hann er utaná glerinu
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

ok sko ég er algjör nýgræðingur í fiskum en.... hitamælirininn á að vera notaður til að mæla hitann í vatninu. ef ég væri þú myndi ég færa hitamælinn í vatnið og muntu þá eflaust komast að þvi að vatnið er of kalt. hækkaðu hitann í vatninu hægt og rólega....
og já.. nota lyfið :wink:
Ekkert - retired
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

þessi Juwel mælir sem hann er að tala um er líklegast svona límrönd sem er límd utan á glerið þótt það hljómi kjánalega og virka bara mjög vel :) hef verið með svona á öllum mínum búrum.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Já þetta er svona límrönd

Hvaða litur er á hitastiginu sem er í búrinu ?
Það eru nokkrir litir allavega hjá mér
Það eru litir á 26-28-30
Er þá 28°C hiti í búrinu ?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já myndi halda það, á mínum svona er alltaf sterkastur litur á þeim hita sem er.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hitarar eru oft svolítið frá því að sýna réttan hita - þeir halda hitanum alltaf á sama stað kannski, en geta verið alveg 4 gráður frá því sem stendur á hitaranum. Alltaf betra að treysta hitamælinum á búrinu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Gamli góði rassmælirinn klikkar aldrei :(
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Oki takk

Hvernig nota ég þessi lyf ?

Keypti svona ContraSpot og það eru svo miklar leiðbeningar að væri fínt að fá bara svona kennslu, ef eitthver nennir ? :D

Það stendur 20% vatnaskipti og ég er að því núna svo stendur að ég eigi að hreinsa vatnið...en ég þarf þess ekki er það ? bara kranavatn. Svo á ég að setja 5 ml fyrir hverja 20 l semsagt 30 ml er með 120 l búr.

Helli ég þessu bara útí þegar að ég er búinn að setja nýtt vatn ?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já bara dempa þessu í þegar vatnsskiptin eru búin.
Fínt að láta dæluna gára yfirborðið vel eða bæta við loftdælu til að auka súrefnisflæði, því heitara sem vatnið er, því minna súrefni er í því.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Þetta er 100 ml og þarf ég ekki að gera þetta í 3 skipti, þ.e.a.s. 5 daga fresti næstu 10-15 dagana ?

á ég að skipta um vatn í hvert skipti eða ?

dugir þetta bara eitt veikindatímabil ?
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Getur hún versnað á þessum tíma ?
á þetta ekki að standa í stað eða skána ?

Hversu lengi geta fiskarnir lifað með þessu ?
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Takk kærlega fyrir öll svör :D

Eruði til í að svara hinum spurningunum fyrir mig ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Veikin skánar hratt eftir söltun eða lyfjagjöf.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Hversu mikið ætti ég að salta ?
er með 120 l búr
Ekki það að ég sé að farað gera það núna..nema að lyfið virki ekki

Er betra ef ég skipti um meira vatn ?

ég skipti um 30%

á ég að skipta um vatn í hvert skipti og ég set lyfið ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

1-2 matskeiðar af salti á hverja 5 lítra er magnið sem ég nota og meira í svæsnari tilfellum.
Varðandi lyfið þá ættu leiðbeiningarnar að útskýra hvernig best er að nota það. Ég mundi ekki hafa stórar áhyggjur af lyfinu ef þú saltar.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Hvað lifa þeir lengi með þessa veiki ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það fer eftir aðstæðum og hversu sterkir fiskarnir eru.
Raunar er mjög klaufalegt að drepa fiska úr hvítblettaveiki vegna þess að það er mjög auðvelt að losna við hana.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Mér sýnist þetta að verað lagast hjá þeim ?

Takk kærlega fyrir aðstoðina :D
Post Reply