Vatnaskipti

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Vatnaskipti

Post by EiríkurArnar »

Hvernig er það má ég skipta um vatn eins oft og ég vill ?
Það er svo gruggugt eftir að ég þreif dæluna.
Skipti um svona 30% þegar að ég er að þessu.
Á ég að skipta um minna en það ef að ég vill skipta oftar ?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

það ætti að vera í góðu lagi að gera aftur vatnsskipti fyrst þú tókst ekki meira en 30%, það er þó yfirleitt talað um að gera ekki stór vatnsskipti og þrífa dæluna á sama tíma uppá að halda flóru í búrinu.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Oki

það eru 3 dagar síðan að ég gerði þetta

Er það of lítið að skipta um 30-35% einu sinni í viku ?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ok ég hélt þú hafir bara verið að gera þetta og vildir gera strax aftur..
ekket að því að gera aftur vatnsskipti þá, mátt gera vatnsskipti daglega þessvegna.

nei það er ekki of lítið en allt í lagi að taka aðeins meira. Ég tek aldrei minna en 50% úr mínum búrum, nenni ekki að taka minna svona fyrst ég er að þessu.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Skiptirðu um 50% í 720l vikulega ?

Hugsa að ég taki þá meira núna og þarf að setja salt líka.

Hvernig salt er best að nota ? borðsalt eða gróft salt
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já yfirleitt vikulega en hef verið að gera það tvisvar í viku í desember útaf gruggi.
En það er líka því eg er með mikið af fiskum sem éta og menga mikið, það er ekki nauðsynlegt að taka 50% vikulega t.d. í þínu búri. Það gerir svosem ekkert nema gott uppá vatnsgæði en 30% er alveg nóg.

það má ekki nota venjulegt borðsalt, er/gæti verið joð í því.
Það má t.d. nota Kötlu salt, það er joðlaust.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Oki takk kærlega fyrir aðstoðina :D
Post Reply