Svört arowana og nýtt fóður

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Svört arowana og nýtt fóður

Post by keli »

Ég á 1stk svarta arowönu sem er farin að slaga í 50cm. Hún er mikið matargat og stórskemmtilegur fiskur. Mér hefur aldrei tekist að venja hana á þurrmat, og hef alltaf bara gefið henni rækjur, nautshjarta, lax og annað ferskmeti.
Image

Ég keypti nýlega nýtt fóður frá ocean nutrition, þám botntöflur. Hún stökk á þetta um leið og ég henti þessu ofaní, og er alveg vitlaus í þetta.
Image
Image

Þess má líka til gamans geta að þetta er akkúrat skammturinn sem hún át á 5mín eftir að ég kom heim eftir 3 nætur í sveitinni yfir jólin :) 20 töflur.

Þetta virðist vera hið besta fóður.. Og ég er dauðfeginn að þurfa ekki alltaf að gefa arowönunni ferskt. Núna vantar mig bara að finna eitthvað sem skatan vill éta. Einhverjar hugmyndir?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég hef ekki hugmynd um hvað skötur éta en ég væri til í að sjá fleiri myndir af Arrowönu.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Post by Gremlin »

Svört Arowana er það þá Jardini Arowana. Hvað er Latneska eða enska heitið á henni. Virkilega falleg að sjá hjá þér.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Osteoglossum ferreirai.. Hún er mjög svipuð venjulegum arowönun, en með einhvern smá mun hér og þar og er sjaldgæfari. Ég keypti hana sem silfurarowönu en hún er líklega svört.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

eru skötur ekki alment krabba og skélfisk ætur?
Finna eithvað fóður sem inniheldur stóran part af því?
Post Reply