Regnbogasikliður eru frekar friðsamar en henta þó engan vegin með guppy, platy osf.
Haltu þig bara við gotfiskana í þetta búr og minni botnfiska, td, ancistur og Corydoras.
60 lítra búr er ansi fljótt að verða fullt þannig ég mundi vera rólegur í að bæta við fiskum.
Molly passa ágætlega í þennan hóp en þeir geta verið viðkvæmir, þurfa td. helst aðeins harðara vatn, hærri hitta og jafnvel smá salt.
Guppy, platy, og molly eiga ágætlega saman í þínu búri en kannski er ágætt að sleppa sverðdrögurunum (og skalanum) þar sem þeir verða helst til stórir í búrið og éta auk þess seiðin sem koma.
Í 60 lítra búr mundi ég ekki setja fleiri en 10-15 fullorðna fiska af þessum tegundum.
Ég er með mollý stofn sem ekki þarf salt og mér hefur gengið fínt með hann og stofninn aldrey veikst. þannig að þú getur alveg verið með þá ef þú nærð í stofn sem ekki hefur vanist því að vera í salti.
Já/nei Nú hef ég ekki grænan grun um hversu mikið þeir flitja inn af fiskum, en ef það eru fiskar ræktaðir af mér (og þeir hafa verið að fá endrum og sinnum fiska frá mér) þá ætti það að ganga ég þekki ekki hina stofnana þannig að ég get ekki svarað varðandi þá. En þeir fengu mollýa suður núna fyrir jólin frá mér.