Hvítir blettir á Rope Fish

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Tigra
Posts: 42
Joined: 18 Sep 2008, 10:40

Hvítir blettir á Rope Fish

Post by Tigra »

Við fengum okkur tvo rope fiska í miðjum desember, og núna eru hvítir blettir á þeim. Ég veit svosem ekkert hvort þetta er eitthvað sem á að vera á þeim, en ég hef amk aldrei tekið eftir því áður.
Það fyrsta sem mér datt í hug var hvítblettaveiki og er búin að vera að lesa mér til hérna á spjallborðinu um hvítblettaveiki.

Þetta er ekki góð mynd, en það besta sem ég náði samt í bili.
Image

Haldið þið að þetta sé hvítblettaveiki? Ef svo er, þola ropefish vel saltið eins og venjulegir fiskar?

Með þeim í búri eru þrír maingano, tvær frontósur, tveir Aulonocara Jacobfreibergi og tvær ryksugur.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

jebb, hvítblettaveiki.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hvað er með uggann, er hann ekki eitthvað druslulegur?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Tigra
Posts: 42
Joined: 18 Sep 2008, 10:40

Post by Tigra »

Ásta wrote:Hvað er með uggann, er hann ekki eitthvað druslulegur?
Held að maingano karlinn gæti hafa bitið hann.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

ég er nú búinn að vera að glýma við hvítblettaveiki núna í 54L búrinu hjá mér í nokkuð langan tíma. loksins farið núna. En ég myndi segja að þetta sé já. hvítblettaveiki..

Tók eftir því að ef fiskarnir hjá mér voru sýktir í einhvern tíma þá tættist sporðurinn á þeim. og þá aðalega á gubby fiskunum. gæti verið vesenið með uggann á þessum.

Ég þori ekki að segja til um hvort þeir þola salt og lyfjagjöf þar sem ég er ekki það lánsamur að geta verið með ropefish í búrinu mínu. :S

Gangi þér vel :)
Ekkert - retired
User avatar
Tigra
Posts: 42
Joined: 18 Sep 2008, 10:40

Post by Tigra »

Bob wrote:ég er nú búinn að vera að glýma við hvítblettaveiki núna í 54L búrinu hjá mér í nokkuð langan tíma. loksins farið núna. En ég myndi segja að þetta sé já. hvítblettaveiki..

Tók eftir því að ef fiskarnir hjá mér voru sýktir í einhvern tíma þá tættist sporðurinn á þeim. og þá aðalega á gubby fiskunum. gæti verið vesenið með uggann á þessum.

Ég þori ekki að segja til um hvort þeir þola salt og lyfjagjöf þar sem ég er ekki það lánsamur að geta verið með ropefish í búrinu mínu. :S

Gangi þér vel :)
Takk.
Það gæti verið að þetta tengist e-ð veikinni, en maingano karlinn er samt skæður í að narta í hina fiskana. Sérstaklega var hann vondur við frontósurnar okkar fyrst. Enn má sjá bitför í bakugganum á þeim sem eru að vaxa úr.
Ég held að þetta sé frekar nýtilkomið, því ég hefði örugglega tekið eftir blettunum fyrr ef þeir væru búnir að vera lengi.

Er búin að sturta fullt af salti í búrið og ætla að hækka hitann örlítið og vona það besta.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

já vona bara að þú losnir við þetta. þetta er bölvuð pest. Gangi þér vel
Ekkert - retired
User avatar
Tigra
Posts: 42
Joined: 18 Sep 2008, 10:40

Post by Tigra »

Þetta virðist vera farið!
Takk fyrir hjálpina!
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Frábært, það er mikill léttir að losna við svona.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Post Reply