gári og búr t.s.búið
Posted: 29 Dec 2008, 17:56
Við keyptum rosalega fallegan gára fyrir tveim mánuðum í Dýralandi, 3-4 mánaða gamall var okkur sagt, hann er hvítur og ljósblár (engar dökkar rendur) og er nokkuð örugglega kall. Síðan flutti Senegalinn hennar Sólu minnar inn og þeim kemur ekki vel saman! Þar sem Senegalinn er mjög gæfur þá höfum við ekki látið gárann fá þá athygli sem hann þarf. Hann er vængstífður og sýnir góða takta til að verða gæfur ef honum er sinnt vel. Vínrautt Ferplast búr fylgir með.