Þegar ég kom framúr í morgun þá blasti við mér pollur á stofugólfinu umhverfis búrið, eftir að vera búinn að þurrka upp og nota megnið af handklæðum heimilisins þá kom í ljós að tengin sem eru á tunnudælunni og maður losar þegar maður tekur dæluna frá þau leka .Veit einhver hvort þetta fæst í búðunum eða annarsstaðar?
Dælan er AM-TOP AT3338 og á að dæla 1200l/h.
Pollur á stofugólfinu!!
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Gætir fundið sambærilega hluti nema bara fyrir eheim dælu t.d. í dýraríkinu. Gætir líka prófað að spyrja í dýragarðinum eða fiskó.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Jæja búið að þurrka upp og þétta dæluna, ég talaði við Tjörva,keypti þessa dælu hjá honum á sínum tíma, og hann hélt að þetta væru o-hringir sem væru orðnir harðir og hættir að þétta þannig að ég skipti um þá og prófaði en það lak enn þannig að ég setti hringi inní stútinn þar sem það þéttir á milli slönguendans (kranans sem maður lokar fyrir)og stútsins á dæluhausnum og þá þéttir þetta. Setti svo dall undir dæluna til að taka við vatni ef þetta kæmi fyrir aftur. Setti svo rakaskynjara ofaní dallinn þannig að maður verði nú var við það ef það fer að leka aftur,hann var nú inní skápnum en stóð á eina þurra blettinum í skápnum og vældi þess vegna ekki.