Lemon oscarararnir okkar Elmu voru orðir fullstórir í 240 lítrunum og fengu því flutning í annað 400 lítra búrið.
Tækifærið var notað til að endurhanna búrið aðeins og svo verður sett passleg rót í það.
Í búrinu eru líka tveir Green terror, Jack Dempsey og fimm senegalus.
Rauðu deplarnir eru speglun frá jólatrénu en ég gleymdi að slökkva á því.
Hér eru líka myndir síðan í desember ljósmyndakeppninni af skepnunum.
Elma tók fyrri myndina en ég þá seinni.
Last edited by Vargur on 30 May 2009, 10:12, edited 1 time in total.
mér finnst báðar myndirnar mjög góðar. Ég hef ekki mikla reynslu af myndatökum, sérskalega af fiskum, en mér finnst ég bara hafa tekist mjög vel til með þessa mynd:)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Mér finnst báðar myndirnar rosalega flottar.
Get hreinlega ekki gert upp á milli (enda hef ég ekkert vit á ljósmyndun).
Bara vel gert, flott búr og gullfallegir fiskar.
GT hafa það mjög gott, eru ófeimnir við að borða og sýna sig. Settum stóra Parrotinn yfir til oscarana, því að stóri var eitthvað vondur við þennan litla. Litli parrotinn sýnir loksins litli, en þegar stóri var með honum þá var litli alveg kolsvartur og hékk upp við dæluna til að fela sig, alveg skíthræddur. Það þarf nú reyndar ekki mikið til að hræða Parrot, hehe
Oscaranir fóru ekkert í fýlu við fluttningin og stökkva á móti mér þegar ég nálgast búrið til að gefa þeim að borða.
Takk fyrir Karen
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Ég held maður geti hætt að kalla óskarana lemon óskara því þeir virðast ætla að vera bara lutino en þó með gulum blæ sem er talsvert meiri en maður á að venjast á lutino, sennilega er um að ræða fiska undan lemon x lutino pari og ræktandinn hefur selt þá sem lemon til að geta rukkað aðeins meira.
En hvað um það, þetta eru fallgir fiskar og virðast vera að hugsa um að para sig og eru farnir að hreinsa horn í búrinu.
Það er nóg komið af óskaramyndum í þráðinn þannig ég set inn nýjar myndir af tveim af hinum íbúum búrsins.
jæja er ekki komin tími á myndir í þennan þráð? Oscaranir eru einir í 400L búrinu fyrir utan nokkra senegalusa, raphael og gibba (fer voða lítið fyrir þeim) en oscaranir hafa stækkað þó nokkuð og eru voða hamingjusamir saman.
búrið
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
þess vegna sagði ég að þeir væru voða hamingjusamir saman
þeir eru alltaf að æfa sig, sýna sig fyrir hvort öðrum, grafa holur og svoleiðis.... og ég held að ég viti hver sé kerlinginn, þessi sem er vinstra meginn á mynd #2. Þegar þeir voru að æfa sig eitt skiptið, þá urðu þeir voða æstir og hrygningar pípan (totan) kom í ljós hjá þessum vinstra meginn..
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Henry: Takk nei hef ekki kennt þeim neitt. Held að það sé ekki sniðugt t.d að kenna þeim að hoppa, það gæti bara orðið að slæmum ávana hjá þeim. En þeir fara nú samt hálfir upp úr þegar ég gef þeim að borða, algjörar frekjur, hehe
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L