Um er að ræða 500 l búr með stálramma, loklaust en nánast nýtt ljós sem liggur laust ofan á búrinu og perur fylgja með.
Búrið er heimasmíðað (Tjörvar). Einhverjar rispur má sjá á framglerinu en þær angra mig ekki nema þegar ég er að taka myndir af fiskunum, vel má vera að bakhliðin sé betri.
Málin eru 145x55cm og hæðin er 66cm.
Timburstandur fylgir búrinu en hann er langt því frá að vera eittvað stofustáss en dugir vel undir búrið.
Verðið er kr. 35.000.- en má lækka eitthvað ef kaupandi þarf ekki ljósið með.
