Jæja þá er ég búinn að láta búrið standa síðan á föstudaginn, er búinn að setja smá áburð í sandinn, vatnið og svo bakteriuflóru í dæluna og smá í vatnið. Ég er með heimatilbúinn Co2 reactor svo ég vona að plönturnar fari að taka kipp hjá mér.
Það sem ég hef mestar áhyggjur af eru plönturnar. Ég óttast að þær séu að visna hægt og bítandi. Þær líta svona út:
Saururus cernuus.
Samolus floribundus 1.
Samolus floribundus 2.
Echinodorus "Rose" eða sverðplanta.
Ég tók eftir því að blöðin eru aðeins tætt á sumum plöntunum kannist þið við þetta vandamál ? Hvað getur eiginlega verið að valda þessu ? Svo er líka ljótur brúnn litur á sumum blöðunum...
Ef allt er í lagi með sýrustig og hörku þá næ ég í fiskapöntunina mína á miðvikudaginn til Tjörva. Þetta verða allt smáfiskar ég er náttúrulega með svo lítið búr og pláss eins og er.
Þetta eru allt mjög smávaxnir fiskar minni en 3 cm fullvaxta, nema fljúgandi refirnir þeir verða alveg 10 - 15 cm. Vona að þeir verði ekki fyrir hvor öðrum
Lindared wrote:perur og gróðurnæring skipta líka máli, ertu með eitthvað spes svoleiðis fyrir plönturnar?
Já ég er með Sera florena fertilizer með járni setti um 10ml, svo er ég með Tetra Crypto rótarnæringu í töfluformi, ég braut 2 töflur í 3 parta hvora og dreyfði í sandinn í búrinu.
Peran sem ég er með er Aquastar 15W og ég læt hana glóa í 12 tíma á dag.
Jú ég er tímarofa úr byko var að kaupa hann í dag. Ég stillti hann á 13:20 - 22:20, læt hann slökkva á loftdælunni og ljósinu en hef dæluna og Co2 reactorinn í gangi allann sólahringinn.
ekki hafa kveikt á co2 á nóttinni þar sem plöntur nota co2 á daginn og gera súrefni en nota súrefni til að gera co2 á nóttinni þannig fiskarnir eiga eftir drepast úr súrefnisleysi svo þýðir lítið að hafa súrefnis dælu og co2 í gangi á sama tíma, þá ertu bara að eyða Kolsýruni.
Takið þið það úr sambandi á nóttunni ? Ég las nefninlega að það skapi ójafnvægi í PH á vatninu ? Mér fannst það eitthvað skrýtið að setja Co2 í vatnið þegar plönturnar eru ekki að nota það og fiskarnir framleiða það hvort eð er í ágætu magni.
Ég þarf að ná mér í próf til að skoða gæði vatnsins ég sá að það er selt í versluninni hér á spjallinu ætli maður taki ekki bara einn pakka.
Arnarl wrote:ekki hafa kveikt á co2 á nóttinni þar sem plöntur nota co2 á daginn og gera súrefni en nota súrefni til að gera co2 á nóttinni þannig fiskarnir eiga eftir drepast úr súrefnisleysi svo þýðir lítið að hafa súrefnis dælu og co2 í gangi á sama tíma, þá ertu bara að eyða Kolsýruni.
Það er allt í lagi að hafa CO2 í gangi á nóttunni, sérstaklega þegar það er bara úr einföldu gerjunarkerfi eins og sést á myndum hér.
Ég er með slíkt í gangi og miklu meira en það allan sólarhringinn og það er bara allt í góðu lagi hjá mér.
Hvað varðar plöntur visni getur það bara verið mjög eðlilegt ef um er að ræða nýjar plöntur úr búð eða plöntur úr allt öðru umhverfi. Blöðin eru vön allt öðrum aðstæðum og plantan þarf að laga sig að nýjum aðstæðum. Flestar plöntur sem seldar eru í búðum eru ekki ræktaðar í vatni t.d.
Með loftdæluna, þá skalt þú mikið frekar hafa hana í gangi á nóttunni en ekki á daginn.
Á daginn þarft þú að reyna að halda eins miklu af kolsýrunni í vatninu og þú getur, það þýðir að halda vatnsyfirborðinu lygnu. þetta snýst hinsvegar við á nóttunni, þá þarftu að koma súrefni í vatnið og því gott að hafa loftdælu í gangi. En þar sem að þú ert ekki með neina fiska, þá þarftu í raun ekkert að vera með loftdæluna yfir höfuð þangað til þeir koma.
Eins og Hrafnkell og Keli benda á þá eru plöntur oft mjög vesælar til að byrja með, enda margar þeirra ekki ræktaðar í vatni og fá því sjokk þegar þær fara í vatn og eru nokkuð ljótar í einhvern tíma.
Ertu búinn að vera með þessar lengi? Þær líta út fyrir að hafa ekki verið í mikilli lýsingu, brúnþörungurinn bendir til þess.
Varðandi rótartöflurnar, þá mundi ég bara setja þær niður hjá echinodorusnum, og þá svona 5-6 cm frá honum. Þar sem þú ert að gefa næringu í vatnið, þá menga hinar rótartöflurnar bara.
Snilld ég prófa þetta. Bara einn galli, hafiði fundið leið til að lækka hávaðann í loftdælunni ? Mér finnst svo pirrandi surg í henni samt mun betri en sú sem ég var með á undan, þessi sem ég er með núna er glæný og er silent en hljóðið finnst mér samt frekar hátt hehe.
Ætli það sé ekki framleitt einhver svampur utan um hana eða box til að drepa hljóðið aðeins niður ?
12 tímar á dag er Alltof mikið mæli með svona 8-10
Ég myndi halda að 8 klukkutíma lýsing væri of lítið. Við miðbaug þar sem margar vatnaplöntur finnast skín sólin í 12 tíma á dag, allt árið. Tólf tíma lýsing hefur gefist vel hjá mér. Allavega kvarta plönturnar ekki
Urriði wrote:Kaupir svamp til að þrýfa bíla. Skerð út fyrir dælunni, þannig að hún nái inn lofti. Stingur dælunni ofní og málið er dautt. Þetta hfur reynst vel.
Þetta er snilld ég geri þetta.
Ég fer bara milliveginn og læt ljósið skýna í 10 tíma það ætti ekki að breyta svo miklu.