100l búr

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
vikkid
Posts: 3
Joined: 10 Jan 2009, 02:55
Location: hfj

100l búr

Post by vikkid »

Var að pæla. Er með 1 stk. 100l búr og var að pæla í að dettí síkliður.. ég átta mig á því að 100l er kannski í minni kantinum fyrir síkliður en pælingin var að hafa bara eitt par þá. Eru ekki einhverjar síkliður í minni kantinum málið eða hvernig er þetta?
Kribbar eru kannski frekar basic en eru ekki einhverjar jafn auðveldar og skemmtilegar síkliður til sem ég gæti haft í þessu búri? :D

Með hverju mælið þið?

Var líka að pæla ef maður er með kk og kvk saman bara sér í búrinu er þá að alveg góðar líkur að einhver seiði fullorðnast? eða þarf maður alltaf að taka frá til að fá þannig?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er skemmtileg og vel raunhæf hugmynd. Flest sikliðupör í minni kantinum og miðstærð (5-15cm) geta vel verið ein í 100 lítra búri. Það er þó nánast öruggt að foreldrarnir fara að berja á afkvæmunum þegar næsta hrygning fer í gang og/eða seiðin fara að verða kynþroska.
Þá er alltaf til sá möguleika að fara með seiðin í næstu fiskaverslun eða auglýsa hér á spjallinu.

Ef botnflötur búrsins er sæmilega stór þá eykur það möguleika á að þetta gangi og jafnvel að 2 pör geti lifað í "sátt" saman.
vikkid
Posts: 3
Joined: 10 Jan 2009, 02:55
Location: hfj

Post by vikkid »

frábært :D


mæliru með einhverjum skemmtilegum tegundum?
User avatar
kiddicool98
Posts: 907
Joined: 04 Sep 2008, 16:13
Location: 104 rvk
Contact:

Post by kiddicool98 »

t.d. kribbar eða kuðungasíkliður
kristinn.
-----------
215l
vikkid
Posts: 3
Joined: 10 Jan 2009, 02:55
Location: hfj

Post by vikkid »

Hvernig væri Microgeophagus ramirezi ?
líst alveg frekar vel á þær.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Góðar. Þú gætir jafnvel keypt 2 pör og sett þau í búrið á sama tíma.
Þannig er ekki ólíklegt að þau skipti búrinu á milli sín.
sæmi
Posts: 35
Joined: 02 May 2007, 21:14

Post by sæmi »

Þurfa sossum ekki að vera dvergar myndi ég halda... gætir alveg fengið þér 2 pör af fallegum munnklekjurum í 100 l búr.
Post Reply