Black molly í salti

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Black molly í salti

Post by EiríkurArnar »

Hversu mikið salt er verið að tala um þegar að black molly líður best í salti ? er verið að tala um 1 gr á lítran eða eitthvað mun minna ?
User avatar
Tótif
Posts: 164
Joined: 15 Dec 2008, 20:44
Location: Egilsstaðir

Post by Tótif »

ertu með stofn sem þarf salt eða prófaðu bara að salta ekki það þarf ekkért að salta það er ekki skilda sko ég er að fá mér stofn sem var ekki í salti en samt það er betra en samt það er bara verra fyrir gróðurinn en saltaðu bara hjá þér en já söltunin er eithvað sirka svona eins og þú sagðir
Gotfskar...
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Mér sýnist Eiríkur vera að spyrja hversu mikið salt molly vilja hafa ekki hvort hann ætti að setja salt.
Tóti, mér finnst þú ættir að spyrja spurninga frekar en að svara þeim.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

þeir eru búnir að vera nokkrar vikur hjá mér í ósöltuðu vatni og koma frá dýrararíkinu og þeir eru líklega ekki í söltu þar.
langar að fá got, þarf kannski ekkert salt svo þeir gjóti ?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Nei það þarf ekkert salt til að þeir gjóti.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

þá bíð ég bara spenntur :D
reyni að fá mér javamosa svo að það verðu nú eitthvað úr þessum seiðum
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

úti í náttúrunni þá finnast mollyar oft þar sem sjór og vatn mætast og jafnvel í sjónum. Þeir þola saltið mjög vel og það er jafnvel betra að ala upp molly seiði í hálfsöltu vatni, þá falla þau síður úr sjúkdómum sem gætu herjað á þau.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Mollyar geta lifað í sjónum oft eru Mollyar settar í ný uppsett sjávarbúr til að koma flóruni af stað, þeir eru svo ódýrir.
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

jamm oki og ef ég ætla að salta þá salta ég 1-2 gr. á hvern lítra ?
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Ég salta mína aldrey og er með um 100 stk þar á meðal ræktunarpör.
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

moll/molly

Post by Bruni »

Molly og molly. Flestir mollyar sem hingað koma eru einhverskonar blendingar, þar sem tvær eða þrjár tegundir hafa einhverstaðar í ferlinu komið við sögu.

Poecilia velifera. Seglmolly, er að margra mati einn glæsilegasti gotfiskurinn, karlinn er með gríðarmikinn bakugga. Undirtónninn er ljósgrænn í villta fiskinum en ræktuð litafbrigði eru fjölmörg. Þessi tegund þarf eðlilega mjög stór búr til þess að ná góðri stærð. Tegundin þarf helst að vera í einhverju salti ef vel á að fara um hana. Hitt gengur að hafa ekki salt, en fiskarnir verða ekki eins stórir og langlífir og verða móttækilegri fyrir sjúkdómum.

Poecilia latipinna. Svipar mjög til P. velifera, en bakuginn er aðeins minni. Eru til svartir og seldir sem Black Molly, eflaust blandaðir. Líður betur í einhverju salti.

Poecilia sphenops. Er minnsta tegundin af þessum þremur. Margir villtir og tiltölulega ólíkir stofnar finnast og ræktuð afbrigði fjölmörg, þar á meðal Black Molly. Þessi tegund er með minnsta bakuggann. Hvítur augnhringur eru sterk einkenni þar sem P. sphenops er grunngerðin. Þessi tegund er algeng hérlendis og fæst í flestum betri gæludýraverslunum. Þetta er tegundin sem Svavar var að benda á. Ég hef ræktað þessa tegund í langan tíma og get fullyrt að hún þarf ekki salt til þess að líða vel og ná hámarksstærð. Það er samt ekkert sem bannar það að hafa salt.

:wink:
Post Reply