Gulli veikur.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Solla
Posts: 14
Joined: 17 Jan 2009, 19:25

Gulli veikur.

Post by Solla »

Sælir fiskaáhugamenn og konur.
Ég fór á netið og ætlaði að afla mér upplýsinga um gullfiska (því ég veit lítið um þá) og rakst heppilega á þessa síðu.

Gulli er gullfiskur á 3 ári og er orðinn veikur, hann flakkar um búrið á hvolfi og ég vil geta hjálpað honum. Hann er búinn að vera skrítinn í tvo daga og slappur en nú er hann kominn á hvolf.

Ég tók hann úr búrinu í gær og setti hann í skál með hreinu vatni og aðeins kaldara en því sem er í búrinu og það hafði lítið að segja. Hann hresstist fyrst en líklega bara vegna kuldans í vatninu. Svo ég neyðist til að viðurkenna að ég er úrræðalaus.

Hvað er sporðáta?

Hann borðar tetrafin flögur og er í búri með plastplöntu og 2 öðrum gullfiskum, ryksugufiski og þríhyrndum fiski. Ég er ekki viss um hvort hann er kvenkyns eða karlskyns.

..þetta hljómar kannski ekkert of vel...

Getið þið frætt mig eitthvað og gefið mér ráð?
Image
Myndina má sjá á www.123.is/solla > blogg
Solla
Posts: 14
Joined: 17 Jan 2009, 19:25

Post by Solla »

Vill einhver hjálpa mér? Hann er mjög slappur =(
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

hvað er búrið stórt og hvernig hefur umhirðan á því verið, vatnsskipti?

gæti verið að vatnsgæðin séu ekki góð og þetta sé eitthvað sundamagavesen ?

hérna er eitthvað verið að ræða svipað vandamál:
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=4998
Last edited by Andri Pogo on 17 Jan 2009, 20:44, edited 1 time in total.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Skipta um vatn í búrinu hans, t.d. 50%. Það að taka hann úr sínu og í ferskt, kaldara vatn er afskaplega slæm hugmynd og líklegt að það hafi gert illt verra.

Getur líka prófað að salta vatnið, 1gr á lítra eða svo.

Án meiri upplýsinga er erfitt að segja til um hvað er að honum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

það kemur ekki svar allveg strax óþarfi að biðja um það eftir hálf tíma, prófaðu bara að skipta um 30 % af vatninu
Minn fiskur étur þinn fisk!
Solla
Posts: 14
Joined: 17 Jan 2009, 19:25

Post by Solla »

Mér sýnist hann vera dáinn=(

Mér sýnist sem svo að hann hafi étið heilan stein úr botinum á búrinu.

Hann var í hreina vatninu í gær og svo setti ég hann aftur í búrið eftir um klst. Hann synti alveg eftir það en var ekkert hress.
Ég var búin að skipta um vatn að hluta til úr búrinu.

Ég hef tekið alltaf ca.4 lítra vikulega úr búrinu og skipt. Svo er ég með loftdælu sem setur loftbólur í búrið og hreinsar.

ArnarL:
Jú það var greinilega nauðsynlegt að ýtreka það að ég vildi svar því þá komu svörin um leið. Auk þess sem mér þótti mjög vænt um hann og hef haft gaman að honum.

Þakka ykkur fyrir.
Last edited by Solla on 17 Jan 2009, 20:57, edited 1 time in total.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

þá er bara að passa uppá hina sem eftir eru svo þeir fari ekki sömu leið.

hvað er búrið stórt, hvernig og hversu oft hefuru verið að þrífa það ?
-Andri
695-4495

Image
Solla
Posts: 14
Joined: 17 Jan 2009, 19:25

Post by Solla »

Búrið er 17 lítra. og ég hef skipt ca. vikulega um 4 lítra úr því. Er það kannski ekki nóg?
Hvað gagn hef ég af plöntum í búrinu?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

mér finnst búrið fulllítið fyrir svo marga fiska og ég myndi því skipta um meira vatn, amk helming vikulega.
plöntur vinna úr einhverjum hluta úrgangsefna frá fiskunum og í mjög plöntumiklum búrum helst vatnið gott aðeins lengur. Það ætti þó varla að segja mikið í svo fáum lítrum en sakar ekki og mér finnst alltaf flottara að sjá alvöru gróður.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það að heimta svar eftir hálftíma er dónaskapur. Svörin komu ekki útaf frekjunni í þér heldur útaf því að það hitti bara þannig á. Reyndu að vera aðeins þolinmóðari næst.

Og næst skaltu sleppa ferska baðinu, það er vel hugsanlegt að þetta bað hafi gengið endanlega frá fiskinum.

Annars er ég sammála andra, þetta eru ansi margir fiskar í litlu búri, og líka fiskar sem henta ekki vel saman - Gullfiskar eru venjulega bestir með öðrum gullfiskum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

gefðu honum stappaðar frosnar græna baunir og saltaðu vatnið, ef þetta er sundmagavesen þá hjálpar það. Þetta er reyndar hrikalega lítið búr.
Solla
Posts: 14
Joined: 17 Jan 2009, 19:25

Post by Solla »

Mér var sagt það í dýraríkinu að þetta væri nú bara fínt búr enda keypt þar og fiskarnir líka. Mér var bent á að þeir hentuðu vel saman í fiskó þar sem ég keypti ryksuguna.
Biðst velvirðingar á að ítreka svar, greinilega viðkvæmt mál en ég vildi drífa mig því fiskurinn dó á þessum hálftíma (sem reyndar voru þrjú korter) og ég vona að þessi rosalega frekja í mér hafi nú ekki eyðilagt fyrir ykkur kvöldið. Ég var bara að vona að ég gæti komið lífinu í hann með hjálp ykkar og ansi sárt að vera kölluð frekja í kjölfarið.

Þakka engu að síður fyrir ráðleggingarnar, sérstaklega Andra Pogo og ég verð líklega betri fiskaeigandi í framtíðinni.

Kær kveðja "Freki fiskamorðinginn".
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ekki fá ráð í dýraríkinu, flestir þar vita lítið sem ekkert um fiska. 17L búr er of lítið fyrir flesta fiska, kannski í lagi fyrir gúbbí fiska en magrar gerðir af gullfiskum verða of stórir í þetta búr, fáðu þér 60L búr, þá ertu örugg í bili.

Mér finnst ekkert frekt að heimta svar ef að maður er á tæpasta vaði, en gangi þér vel með þetta í framtíðinni.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

16L búr væri fínt fyrir 1-2 venjulega gullfiska max myndi ég segja.

fyrir 3 gullfiska, sugu og einn annan fisk þá er það of lítið.

ég er t.d. með 20L búr hérna sem er bara með 1 fisk í. og ekki er það nú stórt búr ;)

þetta með að ýta á eftir svari. ég skil þig vel að vilja fá skjót svör þegar maður er á tæpasta vaði með að missa fiskinn.
Ekkert - retired
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

1-2 slæðusprorðar væru örugglega ok, en venjulegir gullfiskar verða um 20cm allavega. :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Solla
Posts: 14
Joined: 17 Jan 2009, 19:25

Post by Solla »

Ég athugaði betur og komst að því að búrið mitt er 20 ltr.

Núna í búrinu er ein rauðhetta, einn slæðusporður(?) ryksugan og þessi þríhyrndi fiskur sem ég veit ekki hverrar tegundar er.
Planið var alltaf að flytja þá í tjörn sem ég er að gera en það hefur dregist eitthvað... eins og svo margt.

Miðað við búr í dýrabúð sem er ekki mikið stærra en mitt þá geyma þeir oft upp í 20 gullfiska saman í búri og jafnvel stærri fiska en mína. Svo að ég hefði haldið að þetta væri í fínu lagi á meðan fiskarnir eru svona litlir.

Vatnið hefur alltaf haldist nokkuð tært í búrinu og hinir fiskarnir eru ekkert slappir.

Hversu gamlir verða gullfiskar?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

20 lítra búr getur gengið fyrir þessa fiska ef þú passar upp á vatnsgæðið en stærra er betra.

Þó þú sjáir marga fiska saman í búri í verslunum er ekki þar með sagt að það sé í fínasta lagi í litlu heimabúri. Flerstar verslanir eru með mörg búr samtengd og góðan hreinsibúnað þannig fiskarnir eru með mörg hundruð lítra af vatni á bak við sig og auk þess er oftast skiptu um hluta af vatninu daglega. þrátt fyrir þetta eru oft mikil afföll af fiskum vegna þrengsla.

Gullfiskar verða við bestu aðstæður um 30 ára.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Tærleikinn á vatninu segir lítið til um gæðin á því - úrgangsefnin lita ekki nema í stórkostlegum hlutföllum - margföldum þeim sem eru skaðleg fiskunum. Þannig að ekki bíða með vatnsskipti þangað til að vatnið er orðið litað ;)

En eins og vargur segir, þá komast gæludýrabúðir upp með marga fiska í litlum búrum af nokkrum ástæðum, þá helst vegna þess að
* búrin eru venjulega samtengd,
* með stórt og skilvirkt filterkerfi,
* með mjög mikið vatnsmagn á bakvið sig,
* vatnsskipti eru oftast dagleg,
* það er gefið *mjög* sparlega, fiskarnir næstum sveltir
* fiskar stoppa venjulega þar í stuttan tíma og búrin því ekki ætluð þeim til langs tíma
* Gæludýrabúðirnar sætta sig við óhjákvæmileg afföll við þessar aðstæður


Þríhyrndi fiskurinn er mjög líklega skali:
Image
Fullvaxnir þurfa þeir töluvert meira pláss en 20l - oftast talað um ca. 80 lítra sem ágætis byrjunarstað.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

það sem mér datt í hug, þegar hún nefndi þríhyrndan fisk, var

Image

hatchet fish. :)

ef ég væri þú þá myndi ég safna mér fyrir c.a 100L búri, fiskunum myndu líða miklu betur, ef þú ert með skalla (Pterophyllum scalare) þá væri það ekkert óvitlaust.. Þeir verða alltað 15cm.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply